Í minningu Sigga Pé
Read More1976: Tíu högga sigur á Nesvellinum
Sigurður varð unglingameistari á Nesvellinum, þá nýorðinn sextán ára. Vísir 12. júlí 1976 (af timarit.is)
Sigurður varði titilinn í Leiru
Sigurður varð unglingameistari í annað sinn árið 1977. Heimild: Morgunblaðið 12. júlí 1977 (af timarit.is)
1983: Landsliðsmaður á leið á EM
Íslenska karlalandsliðið sem hélt á Evrópumótið í Frakklandi árið 1983. Frá vinstri: Guðmdur S. Guðmundsson Gylfi Kristinsson, Sveinn Sigurbergsson, Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Sigurður Pétursson, Björgvin Þorsteinsson og Kjartan L. Pálsson landsliðseinvaldur. Ljósmynd: Ljósmyndari óþekktur. Úr safni GSÍ.
Íslandsmeistari í Grafarholtinu 1984
Sigurður sigraði á sínu öðru Íslandsmóti árið 1984 en mótið var haldið í Grafarholti. Óhætt er að segja að GR-ingar hafi látið að sér kveða. Ásgerður Sverrisdóttir sigraði í kvennaflokki og 1. flokks meistararnir komu einnig úr GR. Heimild: Morgunblaðið 8. ágúst 1984 (af timarit.is)
Sigurður og Ragnar á HM liða 1984
Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson náðu góðum árangri á HM liða á Írlandi. Heimild: DV 30. október 1984 (af timarit.is)
Sigurður Pétursson varð Íslandsmeistari í höggleik í þriðja sinn árið 1985 þegar leikið var á Jaðarsvelli. Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði öllum að óvörum í kvennaflokki. Sigurður varð Íslandsmeistari 1982 1984 og 1985. Gylfi Kristinsson GS sigraði í keppninni 1983. Heimild: Morgunblaðið 7. ágúst 1985 (af timarit.is)
Íslenska landsliðið sem tók þátt á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Sjö af tíu kylfingum voru úr GR. Frá vinstri: Steinunn Sæmundsdóttir, Þórdís Geirsdóttir (GK), Ragnhildur Sigurðardóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnar Ólafsson, Sigurður Pétursson, Hannes Eyvindsson, Óskar Sæmundsson, Gylfi Kristinsson (GS) , Úlfar Jónsson (GK) og Guðmundur S. Guðmundsson liðsstjóri.
Íþróttamaður Reyikjavíkur 1985
Sigurður Pétursson var fyrsti kylfingurinn til að vera kosinn Íþróttamaður Reykjavíkur árið 1985 og var það í fyrsta sinn sem kylfingi hlotnaðist sú nafnbót. Sama ár varð hann þriðji í kjörinu á íþróttamanni ársins. Heimild: Kylfingur 29. apríl 1986
1985: Í 4. sæti á EM áhugamannaliða
Sveit GR hafnaði í 4. sæti í Evrópukeppni áhugamannaliða. Mótið var leikið á Aloha golfvellinum í Marbella. Ljósmynd: Úr safni GR.
Sveitir GR sigruðu í karla og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ árið 1986. Hópurinn stillti sér upp fyrir neðan 1. teig á Grafarholtsvelli. Frá vinstri: Einar Long, Sigurður Pétursson, Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Björgúlfur Lúðvíksson framkvæmdastjóri GR, Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Steinunn Sæmundsdóttir. Ljósmynd: Úr geym