Dagur 7 Lokahóf
Read MoreKeppendur frá vinstri: Magdalena M Kjartansdóttir, Kristín Dagný Magnúsdóttir og Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir. Með þeim á myndinni eru þeir Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri GR og Björn Víglundsson formaður klúbbsins. Úrslit: 1 Kristín Dagný Magnúsdóttir 279 2 Magdalena M. Kjartansdóttir 292 3 Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir 307
Frá vinstri: Íva Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Lauga Ólafsdóttir og Ásthildur Sigurjónsdóttir. Með þeim á myndinni eru þeir Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri GR og Björn Víglundsson formaður klúbbsins. Úrslit: 1 Guðrún Lauga Ólafsdóttir 389 2 Íva Sigrún Björnsdóttir 402 3 Ásthildur Sigurjónsdóttir 447
Klúbbmeistari kvenna: Sigurræða
Eva Karen Björnsdóttir, nýkrýndur klúbbmeistari flutti hefðbundna sigurræðu í lok móts, þar sem hún þakkaði meðal annars föður sínum, Birni Ólafi Bragasyni og keppinautum fyrir skemmtilegt mót. Þetta er fyrsti klúbbmeistaratitill hennar en aðeins sex konur hafa orðið klúbbmeistarar síðasta aldarfjórðunginn og nafn Evu Karenar er fyrsta nýja nafnið á bikarnum frá árinu 2013 er Berglind Björnsdóttir varð meistari. Ragnhildur Sigurðardóttir varð meistari í millitíðinni - fimm ár í röð.
Frá vinstri: Viktor Ingi Einarsson, Hákon Örn Magnússon og Lovísa Finnbjörnsdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir bróður sinn, Arnór Inga Finnbjörnsson. Með þeim á myndinni eru þeir Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri GR og Björn Víglundsson formaður klúbbsins. Úrslit: 1 Hákon Örn Magnússon 280 2 Viktor Ingi Einarsson 284 3 Arnór Ingi Finnbjörnsson 285
Klúbbmeistari karla: Sigurræða
Hákon Örn Magnússon hélt stutta tölu í lok móts og þakkaði meðal annars vallarstarfsmönnum á Grafarholtsvelli fyrir gott ástand vallarins, en meistaraflokkar karla og kvenna léku að þessu sinni alla hringina fjóra í Grafarholti.
Verðlaunahafar á 85. Meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur
Verðlaunahafar á Meistaramóti GR árið 2019 stilltu sér upp fyrir framan Korpúlfsstaði.
Verðlaunahafar á 85. Meistaramóti GR
Verðlaunahafar á Meistaramóti GR árið 2019 stilltu sér upp fyrir framan Korpúlfsstaði.