Mikill vöxtur í Korpu

Kylfingar nýttu sér góðviðrið í nóvember til golfleiks, og sumir halda því fram að veðrið í mánuðinum hafi verið betra en það var í júní sl. Þetta milda veður er ástæðan fyrir því að hægt var að hafa opið fyrir leik svo lengi á Landinu og Ánni. Myndirnar hér til hliðar tók Elías Kárason dagana 18. og 19. nóvember en þá daga var mikill vöxtur í Korpu og áin flæddi víða yfir bakka sína. Það olli því að einstaka svæði á vellinum voru undir vatni. Aðstæður voru að öðru leyti góðar og völlurinn sæmilega þurr.

Powered by SmugMug Owner Log In