Á minkaveiðum

á 12. brautinni

Keppandi 3. flokki karla á Meistaramóti GR lenti í baráttu við mink á 3. brautinni á Ánni á fyrsta degi Meistaramótsins á Korpu. Kylfingar  voru við leik á brautinni þegar þeir komu auga á mink á göngu yfir brautina og tókst einum þeirra að elta hann uppi og veita honum náðarhögg með golfkylfu, að sögn Þórðar Geirssonar, eins af dómurum Meistaramótsins sem fylgdist með viðureigninni. Nafn kylfingsins fylgdi hins vegar ekki með frásögninni.

Minkar sem eru rándýr af marðarætt lifa aðallega á fiski og fuglum og eflaust hefur hann átt létt með að verða sér úti um fæðu, enda mikið um ófleyga fuglsunga í nágrenni Korpúlfsstaðavallar á þessum árstíma. Á myndinni, sem tekin var á síma af Þórði dómara sést minkurinn við 3. brautina, sem jafnan er leikin sem 12. braut í Meistaramóti GR.

Keppandi í Meistaramóti GR vann á mink
Powered by SmugMug Owner Log In