Dagur 4
Read MoreEva Karen Björnsdóttir horfir á eftir teighöggi á 17. holu fyrsta keppnisdaginn. Þrír keppendur voru skráðir til leiks og var það 50% fjölgun frá síðasta ári, eins og einn keppandinn sagði. Ástæðan fyrir því hvað flokkurinn er fámennur felst meðal annars í því að landsliðsverkefnum. Ragnhildur Kristinsdóttir, og Saga Traustadóttir tóku þátt í EM og fyrrverandi klúbbmeistarar Berglind Björnsdóttir og Sunna Víðisdóttir voru sömuleiðis fjarverandi.
Ragnhildur átti frábært teighögg á 17. holu og sagði sjálf að þetta væri eitt besta högg sem hún hefði náð á þessari holu. Nokkur gola var á móti en það koma ekki að sök og hún setti niður fyrir sínum fjórða ,,fugli" á hringnum.. Ragnhildur lauk hringnum á pari og var með níu högga forskot á keppinauta sína eftir fyrsta daginn.
Dagbjartur Sigurbrandsson var yngsti keppandinn í flokknum, fæddur í nóvember 2002 og því enn 14 ára gamall. Dagbjartur sigraði í 13-14 ára flokki á síðasta Meistaramóti og lék þá á rauðum teigum. en tæpum 1,4 kíómetrum munar á lengd Grafarholtsvallar eftir því hvort hann er leikinn af rauðum eða hvítum teigum. Með Dagbjarti á myndinni er Haraldur Heimisson, sem mætir ávallt til leiks á Meistaramót og hefur orðið klúbbmeistari í þrígang, síðast fyrir tíu árum.
Það verður að segjast eins og er að þó kylfingar geti ekki kvartað yfir veðrinu meistaramótsdagana, þá hefur lofthiti oft verið meiri og vindur hægari. Hiti oftast 10-12 stig, flesta daga hékk hann þurr, eins og sagt er, en stundum var nokkuð blástur. Á myndinni má sjá kylfinga að leik á fyrstu þremur holunum og þeirri 17. og 18.