Keppandi í 3. flokki á minkaveiðum á Ánni

Keppandi í Meistaramóti GR lenti í baráttu við mink á 3. brautinni á Ánni á 1. degi Meistaramótsins á Korpu. Kylfingar í 3. flokki karla voru við leik þegar þeir komu auga á mink á brautinni og tókst einum þeirra að elta hann uppi og veita honum náðarhögg með golfkylfu.
Minkar sem eru rándýr af marðarætt lifa aðallega á fiski og fuglum og eflaust hefur hann átt létt með að verða sér úti um fæðu, enda mikið um ófleyga fuglsunga í nágrenni Korpúlfsstaðavallar á þessum árstíma.
Á myndinni, sem tekin var á síma af Þórði Geirssyni dómara sést minkurinn við 3. brautina, sem jafnan er leikin sem 12. braut í Meistaramóti GR.Powered by SmugMug Owner Log In