Meistaraflokkur kvenna
Read MoreEva Karen Björnsdóttir horfir á eftir teighöggi á 17. holu fyrsta keppnisdaginn. Þrír keppendur voru skráðir til leiks og var það 50% fjölgun frá síðasta ári, eins og einn keppandinn sagði. Ástæðan fyrir því hvað flokkurinn er fámennur felst meðal annars í því að landsliðsverkefnum. Ragnhildur Kristinsdóttir, og Saga Traustadóttir tóku þátt í EM og fyrrverandi klúbbmeistarar Berglind Björnsdóttir og Sunna Víðisdóttir voru sömuleiðis fjarverandi.
Ragnhildur átti frábært teighögg á 17. holu og sagði sjálf að þetta væri eitt besta högg sem hún hefði náð á þessari holu. Nokkur gola var á móti en það koma ekki að sök og hún setti niður fyrir sínum fjórða ,,fugli" á hringnum.. Ragnhildur lauk hringnum á pari og var með níu högga forskot á keppinauta sína eftir fyrsta daginn.