Strákar mínir! Það er grund í aðgerð utan brautar á annarri og svo eru komnir rauðir hælar ... Aðalsteinn Örnólfsson dómari fer yfir málin áður en þeir Baldur Gíslason, Theodór Guðmundsson og Guðbjörn Baldvinsson halda á 1. teig.
Theodór Guðmundsson, Aðalsteinn Örnólfsson dómari, Guðbjörn Baldvinsson og Baldur Gíslason. Keppendur í þessum flokki hafa sennilega aldrei verið jafn margir og í ár, en þeir voru 21 talsins og fylltu því sjö ráshópa.
Gísli Blöndal, Björn Bjarnason og Lúðvík Ólafsson. Gísli var einn af níu keppendum sem fæddir eru 1947, en lýðveldisbörnin Björn og Lúðvík er aðeins reyndari.
Gunnsteinn Skúlason, Guðmundur Gylfason og Bjarni Jónsson voru allir að keppa í þessum flokki í fyrsta skipti. Þeir eru allir fæddir 1947 og því rétt orðnir gjaldgengir í flokkinn.