Grafarholtsvöllurinn var undirlagður keppendum 50 ára og eldri á fyrsta keppnisdegi Meistaramóts GR, en keppt var í þremur forgjafarflokkum karla og kvenna. Fyrsti ráshópurinn fór út klukkan 8:00 að morgni en sá síðasti var ræstur út klukkan 15:10. Alls voru keppendur 125 talsins.