Hólmar Freyr Christiansen lenti í vandræðum á 5. holunni. Innáhögg hans var of langt og boltinn endaði í birkihríslunni sem sést hægra megin á myndinni. Hólmar þurfti því að fara til baka og endurtaka höggið, en á meðan notuðu félagar hans tímann til að ljúka leik á holunni.
Hólmar, sem starfar sem vallarstjóri á Korpúlfsstaðavelli, þurfti að sætta sig við sex högg, jafnmörg og hinir tveir fengu samanlagt á þessa holu. Á myndinni sést Hólmar pútta í holu en Guðmundur Valgeir heldur um stöngina.