Sumarið er handan við hornið

Kylfingar nutu þess að leika golf í indælis vordegi á Thorsvelli við Korpúlfsstöðum þann 4. apríl.  Leigubílsstjórar og lögreglumaður, eftirlaunaþegar og skólastrákar nýttu sér veðurblíðuna til að leika golf og vallarstarfsmenn GR voru í óða önn að kantskera glompur og bera sand á stíga. Keramiklistakonurnar Hafdís og Auður Inga notuðu tækifærið til að komast út af vinnustofum sínum til að brenna leir. Þrátt fyrir að lítill litur sé á grasinu enn sem komið er og fönn í fjöllum er sumarið á næsta leyti Er það ekki annars? 


Powered by SmugMug Owner Log In