Andri Þór á sigurbraut á

Eimskipamótaröðinni

Andri Þór Björnsson varð sigurvegari í karlaflokki á Símamótinu, öðru móti tímabilsins á Eimskipamótaröðinni, en það var haldið á Hlíðavelli, dagana 3.-5. júní. Andri Þór lauk leik 204 höggum - 12 höggum undir pari á 54 holum. Hann lagði grunninn að sigrinum með vallarmeti  á fyrsta degi, en þá lék hann á átta höggum undir pari. Andri Þór sigraði einnig á fyrsta móti tímabilsins, Egils Gull-mótinu sem haldið var á Strandarvelli.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki, en hún lék á 223 höggum.Powered by SmugMug Owner Log In