Nordahl, Hand og Laxdal sigruðu í Grafarholti

Fyrsta golfmót ársins á Grafarholtsvelli var haldið  þann 21. maí og voru keppendur um 140 talsins. Stillt og sólríkt veður var að morgni keppnisdags, en nokkuð vindasamara var á vellinum eftir hádegið.  Leikin var punktakeppni í tveimur forgjafarflokkum og keppt um lægsta skor í höggleik. Ásgeir Nordahl Ólafsson  landaði 45 punktum i forgjafarflokki 0-14. Ásgeir sem var með vallarforgjöf 15 kom inn á 77 höggum. Ólafur William Hand  hlaut 38 punkta í flokki þeirra sem voru með forgjöf 14 eða hærri og Svanþór Laxdal lék á fæstum höggum, 75 talsins. Hægt er að sjá nánari upplýsingar með því að styðja á tengilinn hér að neðan. 

Myndir: Ásgeir Nordahl Ólafsson, Ólafur W. Hand og Svanþór Laxdal. 

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo

Powered by SmugMug Owner Log In