Fyrsti keppnisdagur í 1. deild karla sem leikinn var á Korpunni. Leikið var á Sjónum og Ánni or ræst út frá báðum stöðum. Eins stafs hiti og köld gjóla tók á móti keppendum á vellinum.
Yngsti kylfingur GR-sveitarinnar, Ingvar Andri Magnússon sem er á sextánda ári slær upphafshögg með járni á 10. holu - þeirri fyrstu á ,,Ánni."
Reynslumesti kylfingur GR-sveitarinnar, Stefán Már Stefánsson lék með Ingvari eftir hádegi fyrsta daginn, en mótherjinn var Golfklúbbur Kiðjabergs.
Guðmundurr Ingvi Einarsson úr GKB.
Stefán Már Stefánsson slær inn á 1. holuna á Ánni.
Stefán Már Stefánsson, Ingvar Andri Magnússon.
Innáhögg Stefáns hafnaði í brekkunni á milli flatarinnar og árinnar og Ingvar Andri fékk það hlutverk að vippa upp á flötina.
Brotið kannað á flötinni. Stefán Már Stefánsson, Ingvar Andri Magnússon.
Stefán Már Stefánsson með fleygjárn úr flatarkanti fyrir pari.
Fyrsta brautin á Ánni, er í daglegu tali nefnd 10. holan á Korpúlfsstaðavelli, jafnvel þó niðurröðun á lykkjunum þremur geti verið með ýmsu móti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson slær inn að flöt.
Stefán Már Stefánsson. Upphafshögg á 11. braut.
Pétur Freyr Pétursson liðsmaður GKB vippar inn á 10. braut.
Haraldur Franklín veltir fyrir sér aðstæðum á 10. braut.
Haraldur Franklín. Púttiðvar full ákveðið en það kom ekki að sök. Par.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson púttar úr flatarkantinum á 10. holu
Haraldur Franklín Magnús á 11. teig. Engin vandamál með teighöggið.
Pétur Freyr Pétursson, ,,speed-golfari" og fyrrum félagsmaður í GR.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson bíður eftir því að komast á 11. teiginn. Með honum er kylfusveinninn Viktor Ingi Einarsson, einn af mörgum upprennandi kylfingum GR.
Haraldur Franklín horfir á eftir innáhögginu á 11. holu, en hann missti boltann til hægri og var í erfiðri stöðu.
Haraldur Franklín rífur upp pútterinn eftir að hafa sett bolta sinn nálægt stöng úr þriðja höggi sínu hægra megin við flötina.