Korpan breytti um svip vega úrkomu

Korpúlfsstaðavöllur var búinn að breyta um svip þann 14. október síðastliðinn, en Reykvíkingar sem og flestir aðrir landsmenn hafa ekki farið varhluta af miklum rigningum undanfarna daga.  Óvenju mikið vatnsmagn var í Korpu og áin flæddi vel yfir bakka sína á 2. brautinni á Ánni, einni af þremur lykkjum vallarins. Opið var fyrir leik á Sjónum og Ánni, en lokað vegna bleytu á Landinu.

Myndirnar hér að neðan tóku tveir félagar úr GR, sem voru við leik þennan dag, þeir Valur Jónatansson og Elías Kárason. Valur gat þess í færslu á samfélagsmiðli og völlurinn hefði verið í góðu standi og að rauðar tölur væru í kortunum næstu vikuna. Tímabilið er því ekki búið þó október sé hálfnaður, en það fer hver að verða síðastur.


Powered by SmugMug Owner Log In