Næst síðasti ráshópurinn í 1. flokki kvenna átti teig kl. 7:20. Hér eru stúlkurnar á 12. brautinni á Korpu.
Í ráshópnum voru: Hallbera Eiríksdóttir, Linda Björk Bergsveinsdóttir og Sólrún Lovísa Sveinsdóttir. Hér sjást þær ásamt aðstoðarmönnum.
Hallbera slær annað högg sitt á 12. braut...
... og það þriðja inn á flöt - eða fór annað höggið inn í torfæruna?
Sólrún Lovísa Sveinsdóttir.
Helga Friðriksdóttir sem lék í síðasta ráshópnum í 1. flokki, vippar inn á 12. flötina.
Ásta Óskarsdóttir púttar og Helga geymir flaggstöngina.
Helga Friðriksdóttir, Harpa Ægisdóttir og Ásta Óskarsdóttir, stilltu sér upp fyrir myndatöku á tólftu flötinni.
Helga, Harpa og Ásta.
Kristján Ívar Ólafsson úr 1. flokki karla. Innáhögg hans 12. braut hafnaði fyrir neðan flöt nálægt ánni.
Kristján Ívar vippar boltanum fagmannlega upp á flötina.
Peter Joseph Salmon missti pútt fyrir ,,fugli" á 12. holu, en lét það ekki setja sig út af laginu.
Börkur Geir Þorgeirsson, kylfingur í 1. flokki slær á 12. braut.
Tomasz Ríkarður Tomczyk í smávægilegum vandræðum á þeirri 12.
Fyrsta flokks menn. Alistair Nigel Howarth Kent, Rúnar Guðmundsson og Sigurður Stefánsson.
Kristinn Friðriksson og Björn Ólafur Bragason sýndu meistaratakta á 11. braut,. Kristinn vippaði bolta sínum í holu og Björn setti niður langt pútt. Kristján Carnell Brooks var ekki jafn heppinn á flötinni.
Kristján Carnell, Björn Ólafur og Kristinn.
Björn Ólafur Bragason.
Kristján Carnell með upphafshögg sitt á 12. braut.
Bergþór Jónsson, í 1. flokki leggur til atlögu við smábrekku á leiðinni á seinni hluta vallarins.
Vanir menn. Bogi Nils Bogason, Guðjón Gottskálk Bragason og Halldór Fannar Halldórsson, skiptast á skorkortum, en þeir voru ofarlega í 1. flokki.
Halldór Fannar, Bogi Nils og Guðjón Gottskálk tilbúnir á teig.
Rástími 11:20. Frá vinstri: Magnús Friðrik Helgason, Úlfar Helgason og Jón Kristbjörn Jónsson. Jón Kristbjörn náði besta hring dagsins í flokknum. Hann lék á 73 höggum og endaði leik í 5. sæti.