Myndatextar við Meistaramótsmyndir

Settir hafa verið inn myndatextar við myndir frá 3.-7. keppnisdegi og hefur umsjónarmaður vefsvæðisins stuðst við rástímalista frá þessum dögum, til að nafngreina þá sem hann þekkir ekki deili á. Hætt er við því að textarnir séu ekki réttir í öllum tilvikum og því væri það vel þegið ef gestir myndasvæðisins kæmu leiðréttingum á framfæri. Hægt er að senda tölvupóst á haaleiti@gmail.com og einnig er hægt að setja ummæli (comment) við einstakar myndir með því að velja tákn sem staðsett er neðst til hægri á vefskoðaranum.                                                                                           Með bestu þökkum     Frosti


Powered by SmugMug Owner Log In