Settir hafa verið inn myndatextar við myndir frá 3.-7. keppnisdegi og hefur umsjónarmaður vefsvæðisins stuðst við rástímalista frá þessum dögum, til að nafngreina þá sem hann þekkir ekki deili á. Hætt er við því að textarnir séu ekki réttir í öllum tilvikum og því væri það vel þegið ef gestir myndasvæðisins kæmu leiðréttingum á framfæri. Hægt er að senda tölvupóst á haaleiti@gmail.com og einnig er hægt að setja ummæli (comment) við einstakar myndir með því að velja tákn sem staðsett er neðst til hægri á vefskoðaranum.
Fallegur sumarmorgun við Gorvík sem blasir við af 8. teignum. Þetta upplýsingaskilti var sett upp af Reykjavíkurborg fyrr í vor og segir frá lífríkinu í fjörunni.
Í nýlegri fyrirspurn á Vísindavefnum var spurt um þetta skilti.
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=69964
Grashóllinn á milli sjöttu flatar og sjöunda teigs virtist hafa sterkt aðdráttarafl fyrir bolta sem slegnir voru af 6. teignum. Grasið var hátt og oft var erfitt að finna boltana sem þangað rötuðu.
Hannes Guðbjartur Sigurðsson, sem kepptir í flokki 70 ára og eldri, tókst að slá bolta sinn upp úr þykku grasinu og inn á sjöttu flötina.
Hannes Guðbjartur Sigurðsson púttar á 6. flöt. Óttar Yngvason, meistari síðasta árs í þessum flokki, stendur við stöngina.
Horft yfir 6. flöt og til sjávar.
Rósmundur Jónsson púttar á 6. flöt.
Keppendur yfirgefa 6. flötina og annar hópur bíður þess að slá af teignum.
Margrét S. Nielsen, nýliði í 70 ára flokki, tekur mið fyrir upphafshögg sitt á 6. teig.
Erna Thorstensen á leið að flöt.
Laufey Kristinsdóttir og Margrét Hjaltested, keppendur í 4. flokki.
Laufey Kristinsdóttir slær af teig. Guðlaug Ásta Georgsdóttir og Elín Ásgrímsdóttir fylgjast með.
Elín Ásgrímsdóttir púttar á 6. flötinni á Sjónum.
Á 8. teignum.
Elín Ásgrímsdóttir. Teighögg á 8. braut. Gorvík í baksýn.
Slegið á 7. braut.
Púttað á 5. flötinni og útsýni til annarra brauta.
Svava Hildur Steinarsdóttir slær af 6. teignum. Með henni á teig eru þær Katrín Jónsdóttir og Rakel Óttarsdóttir en þær kepptu í 4. flokki.
Á leið á 6. flötina. Geldingarnes í baksýn.
Ágústa Hugrún Bárudóttir vippar inn á 5. flötina. Ágústa Hugrún bar sigur úr bítum í keppni 4. flokks.