Spreyttu sig á púttleikjabraut

Börn og unglingar nýttu sólskinið mánudaginn 31. ágúst til að spreyta sig á ýmsum púttþrautum á vippsvæðinu við Grafarkot. Tveir af þjálfurum klúbbsins, þeir David Barnwell og Snorri Páll Ólafsson hönnuðu sérkennilegar vipp- og púttþrautir og ekki var annað að sjá en að kylfingar hafi kunnað vel að meta þær.

Keppnistímabilið er á enda hjá unglingunum en boðið verður upp á æfingar í september eftir heðfbundinn skólatíma á daginn. Í október og fyrri hluti nóvember liggur unglingastarfið niðri en kennarar og nemendur þeirra hefja undirbúning fyrir næsta tímabil í síðari hluta nóvembermánaðar.


Powered by SmugMug Owner Log In