Helga og Sigrún sigurvegarar í Haustmóti

67 konur voru skráðar til leiks í Haustmót kvenna sem haldið var í Grafarholtinu þann 5. september. Veðrið setti óneitanlega nokkurn svip á keppni, mikil rigning var framan af degi og rigningarsuddi og nokkur gjóla á meðan að mótinu stóð. Keppendur mótsins, sem hafa marga fjöruna sopið í gegn um tíðina létu bleytuna ekki á sig fá og báru sig vel.

Haustmótið er síðasta mót vertíðarinnar hjá GR-konum og keppt var um sigur bæði í höggleik og punktakeppni. Helga Friðriksdóttir lék á fæstum höggum, 87 talsins og Sigrún Guðmundsdóttir fékk 38 punkta. Ræst var út af öllum teigum  og að loknum leik var borðað saman klúbbbhúsinu og sumarið gert upp að hætti kvennanefndar GR. Styrktaraðili mótsins var 66° norður.

Tengill á frétt á www.grgolf.is

http://www.grgolf.is/um-gr/frettir/nanar/item24047/Powered by SmugMug Owner Log In