Framtíð Grafarholtsvallar:

Skiptar skoðanir um næstu skref

Stjórn GR boðaði til félagsfundar í klúbbhúsinu í Grafarholti, þann 28. apríl. Markmið fundarins var að ræða skýrslu Tom MacKenzie golfvallarhönnuðar og óhætt er að segja að skoðanir fundargesta hafi verið fjölbreyttar og að ný sjónarmið hafi komið fram á fundinum.

Björn Víglundsson, formaður klúbbsins setti fundinn og fór yfir hugmyndir Mackenzie's eins og þær birtust í skýrslu Skotans. Björn útskýrði hvað lægi að bak við breytingar á hverri braut og ekki verður nánar vitnað í þá yfirferð, heldur bent á skýrslu MacKenzie's sem hægt er að finna í þessari möppu og á vefsvæði klúbbsins www.grgolf.

Þegar formaðurinn hafði lokið máli sínu, kynnti hann til leiks þrjá ræðumenn, þau Eystein Helgason, Helgu Friðriksdóttir og Harald Heimisson, en öll þrjú hafa verið félagar í klúbbnum til margra ára. Þá var orðið gefið laust og þeir Gunnar Torfason og Óttar Yngvason héldu síðustu ræðurnar fyrir hlé og gagnrýndu sumt af því sem var að finna í skýrslu Mackenzie.

Eftir hlé stigu í pontu Atli Þór Þorvaldsson, Kristín Einarsdóttir, Viggó Viggósson og Margeir Vilhjálmsson og óhætt er að segja að margt athyglisvert hafi komið fram hjá ræðumönnum. Flestir lofuðu skýrsluna, en ljóst er að skiptar skoðanir eru um einstaka hluta hennar.


Þrjár ræður frá fundinum. Eysteinn Helgason, Helga Friðriksdóttir og Haraldur Hilmar Heimisson. (Byrjunina vantar í ræðu Eysteins)


Powered by SmugMug Owner Log In