Æfingaaðstaða Korpu (5/3)
Unnið hefur verið að því að gera upp æfingaaðstöðuna, sem er inn af salnum á 2. hæð á Korpúlfsstöðum. Þegar ljósmyndari leit við var Brynjar Geirsson, íþróttastjóri GR að leiðbeina ungu afreksfólki, Hrafnhildi Guðjónsdóttur, Gísla Þór Þórðarsyni og Ástgeiri Ólafssyni. Verið er að leggja lokahönd á frágang á æfingaherbergi sem tekið verður í notkun á næstu dögum.
Read More