Kl 7:55 Vaktinni senn lokið hjá starfsmönnum Korpúlfsstaðavallar.
Hreinsað og gert klárt fyrir morgundaginn.
Ágúst Jensson vallarstjóri, lengst til hægri ásamt köppum sínum.
Fyrrum klúbbmeistarar Haraldur Hilmar Heimisson og Stefán Már Stefánsson áttu teigtíma klukkan 7. Stefán púttar á 7. flöt og Stebbi Gunn, faðir hans passar upp á stöngina.
Stefán slær á áttundu...
Grímur ,,rakari" Þórisson á 7. teignum.
Kristinn Reyr Sigurðsson, einn af mörgum nýliðum í meistaraflokknum.
Birgir Guðjónsson, vippar inn á 5. flötina.
Theodór Ingi Gíslason vippar inn á 5. flöt.
Einar Long púttar á 5. flöt.
Alexander Aron Gylfason kom í hús á 73 höggum og leiðir óvænt í meistaraflokki eftir fyrsta keppnisdaginn.
Svanþór Laxdal lék helmingana báða á 37 höggum og er í 2. sæti að afloknum fyrsta fjórðungi mótsins.
Guðmundur Arason, einn af reynslumeiri kylfingum meistaraflokksins.
Frá vinstri: Gísli Þór Þórðarson, Helgi Ingimundarson og Árni Freyr Hallgrímsson. Helgi hefur leikið í meistaraflokki undanfarin ár, en þeir Gísli og Árni Freyr eru nýir í flokknum
Árni Freyr Hallgrímsson, sautján ára gutti, lék á 76 höggum og er í hópi efstu manna.
Gísli Þór Þórðarson, átti í basli á sjávarhlutanum, en lék Ánna á pari
Gísli Þór horfir áhyggjufullur á eftir teighögginu á 5. braut.
Helgi Ingimundarson horfir á eftir teighöggi sínu á 5. braut.
Snorri Páll Ólafsson púttar á 4. flöt.
Gunnar Smári Þorsteinsson, virðir fyrir sér púttlínu á 4. flöt..
Hvernig fór ég að þessu? Gunnar Smári horfir á stutt pútt fara framhjá holunni.
Sigurður Sturla Bjarnason, einn af mörgum nýliðum í flokknum.