Korpúlfsstaðavöllur / Korpa Golf CourseKorpúlfsstaðavöllur var tekinn í notkun árið 1997 sem átján holu völlur og er því enn á táningsaldri. Árið 2013 var tímamótaár í sögu vallarins þegar níu brautir bættust við. Völlurinn samanstendur því af þremur lykkjum sem bera nöfnin: Sjórinn, Áin og Landið. Hönnuður vallarins er Hannes Þorsteinsson, golfvallararkitekt.


Völlurinn hefur á stuttri ævi tekið þó nokkrum breytingum frá upphaflegum teikningum, en auk þeirra hafa nokkrar brautir breytt um svip vegna mikils trjávaxtar frá því sem var á upphafsárunum. Korpúlfsstaðavöllur er fyrsti golfvöllur landsins sem hannaður er meðfram íbúabyggð og göngustígar setja mark sitt á sjávarhlutann. Flatir eru yfirleitt stórar og til að mynda má geta þess að núverandi 14. flöt var stærsta flöt landsins þegar hún var tekin í notkun,  rúmlega eitt þúsund fermetrar.


Sjórinn

Jafnræði er með par 3, par 4 og par 5 brautum á þessum hluta. Þær tvær fyrstu eru par fimm og liggja ásamt þeirri þriðju meðfram hinni fengsælu laxveiðiá Korpu. Ekki er óalgengt að kylfingar rekist á veiðimenn að athafna sig á árbakkanum við  þriðju brautina. Lykkjan ber nafn sitt af næstu fimm brautum, sem kylfingar leika með ströndina sér á hægri hönd og mega búast við því að ,,slæsuð" högg lendi utan vallar og þurfi að endurtaka. Sjórinn er vindasamasti hluti vallarins og vindáttin á það til að vera breytileg. Þó kylfingar leiki á móti norðangolu á fyrstu þremur brautunum fá þeir sjaldnast vindinn í bakið á sjávarbrautunum sem liggja í gagnstæða átt. Á morgnana og kvöldin er oft stafalogn meðfram sjónum og einu hljóðin sem heyrast koma frá fuglum og fólki. Oft ber mjög margt fyrir auga á þessum hluta og þetta er eini hlutinn þar sem fólk birtist reglulega í landslaginu. Því veldur göngustígurinn sem nýttur er af gangandi, hlaupandi og hjólandi fólki.


Áin

Powered by SmugMug Owner Log In