Saga GR í ljós-
myndum í 80 ár
Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður árið 1934 og heldur því upp á 80 ára afmæli sitt á þessu ári. Því er vel við hæfi að hluti vefsins sé tileinkaður sögu klúbbsins. Auk ljósmynda er einnig að finna ýmis skjöl sem tengjast starfi klúbbsins, svo sem sendibréf og efni úr dagblöðum.
Golfvellir og
æfingaaðstaða
Ljósmyndir af keppnisvöllum klúbbsins, Grafarholtsvelli og Korpúlfsstaðavelli er skipt niður í myndasöfn eftir brautum. Jafnframt er að finna ýmsar aðrar upplýsingar um vellina Ljósmyndir af Litla vellinum á Korpúlfsstöðum og Grafarkotsvelli/Básum er að finna í sitthvoru safninu.
Ljósmyndasöfn
2011-2013
Ljósmyndir frá viðburðum Golfklúbbur Reykjavíkur 2011-2014, þar á meðal Meistaramótum klúbbsins sem eru fjölmennustu íþróttamótin sem haldin eru hér á landi á ári hverju. Ljósmyndirnar eru flokkaðar eftir viðburðum og einnig eftir dögum þegar um stærri viðburði er að ræða.
Efni úr sjónvarpi
Í þessum hluta vefsins er tileinkaður hreyfimyndum, bæði þeim sem teknar hafa verið upp fyrir sjónvarp og vefsvæði. Um er að ræða stuttar kvikmyndir frá golfmótum og viðtöl við kylfinga auk ýmiss annars efnis. Meðal annars er hægt að sjá samantekt frá lokahring Íslandsmótsins á Korpúlfsstaðavelli 2013 og ýmis viðtöl tengd því móti.
Kylfingur 1935-2014
Kylfingur kom fyrst út fyrir 79 árum og það lætur nærri að blaðið hafi komið út í rúm 50 ár. Eldri árgangar birtast nú í fyrsta skipti á rafrænu formi og stefnt er að því að öll nýlegri heftin verði orðin aðgengileg fyrir afmælisdaginn.
Ljósmyndarar
Ljósmyndir sem tengjast Golfklúbbi Reykjavíkur. Um er að ræða myndir teknar í æfinga- og keppnisferðum og svo þetta svæði einnig vettvangur fyrir þá ljósmyndara sem vilja leyfa okkur hinum að njóta myndanna með sér.
Golfkennsla
Fáðu svar við helstu leyndardómum golfsveiflunnar. Stuttir kvikmyndabútar þar sem farið er í helstu grundvallaratriði golfleiks. Einnig er að finna í þessum hluta ýms góð ráð sem birst hafa á prenti.