Um afrekshópa Golfklúbbs Reykjavíkur

Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og flestum öðrum íþróttafélögum landsins tíðkast að gera samninga  við afreksfólk. Til að ná árangri í íþróttum þurfa menn að leggja hart að sér og Golfklúbbur Reykjavíkur reynir að gera þeim róðurinn léttari, til að mynda með því að bjóða upp á kennslu og góða aðstöðu til æfinga.  Á móti undirgengst afreksfólkið að hlíta ákveðnum reglum sem klúbburinn setur keppnisfólki sínu.

Þessi síða er fyrst og fremst hugsuð sem kynning á bestu kylfingum klúbbsins. Á árinu 2016  eru það fjórtán kylfingar sem skipa sér í afrekshóp klúbbsins, sjö karlar og sjö konur.


Mælikvarðar á getu* WAGR stendur fyrir World amateur golfers ranking, sem útleggst á íslensku sem Styrkleikalisti áhugakylfinga á heimsvísu og er birtur á vefsvæðinu wagr.com. Listinn er uppfærður vikulega og tekur mið af árangri á mótum um allan heim, meðal annars á Eimskipsmótaröðinni. Upplýsingar um sæti sem birtar eru undir myndum á kylfingum á þessari síðu eru fengnar úr lista sem sóttur var þann 26. júní 2016. Áhugasamir geta skoðað uppfærða stöðu á heimslistanum með því á styðja á tenglana hér til hliðar.Untitled photo

Powered by SmugMug Owner Log In