Sjónarhorn kylfingsins
Teigurinn á 9. braut var á þeim stað sem nú er Listabraut, eins og sést á þessari mynd sem tekin var af Google-maps. Fjölbýlishúsið framundan er Ofanleiti 7-9 og brautin lá yfir það svæði þar sem Verslunarskólinn reis síðan. Flötin var skammt austan við þann stað þar sem Kringlumýrarbraut er nú, rétt sunnan við Listabraut, þar sem nú er bílastæði.