Sigurvegarar í Hjóna- og parakeppni GR

Mótið er ávallt haldið á morgni 17. júní. Ræst er út á öllum teigum samtímis og leikið er með ,,greensome" keppnisfyrirkomulagi, þar sem bæði hjónin slá teighögg, en síðan slá keppendur til skiptis út holuna.  Verðlaunagripurinn er farandgripur og vinnst ekki til eignar, en tvö pör hafa sigrað á mótinu tvisvar. Jóna Dóra Kristinsdóttir og Björgvin Þorsteinsson árin 2005 og 2009 og þau Helgi Anton Eiríksson og Kristín Magnúsdóttir 2014 og 2015. Nánari upplýsingar um mótið og sigurvegara er að finna á öðrum stað á vefsvæðinu.  https://www.golfmyndir.is/Sagan/Bikarar/Iumferd/Hj%C3%B3na-og-parakeppni/Powered by SmugMug Owner Log In