Á slóðum 1. teigs
Fyrsti teigurinn á Öskjuhlíðarvelli var á þessum slóðum. Allar minjar um teiginn eru horfnar og flest þau mannvirki sem sjást á myndinni risu eftir að kylfingar yfirgáfu völlinn. Ljósmyndarinn hefur fært sig 30 skrefum, í átt að hitaveitustoknum til að fá meira útsýni. Fjærsta byggingin á miðju myndarinnar er háa fjölbýlishúsið á Grensásvegi, sem sést vel á fyrri myndinni.Til vinstri sjást húsagarðar í Stigahlíð, en gatan byggðist upp á sjöunda áratug síðustu aldar.