Púttað á 6. flötinni
Púttað á 6. flötinni. Nærsvæði þessarar myndar eru lóðir undir íbúabyggð. Lengst til vinstri (á lóð Stigahlíðar 69) er eitt þriggja útihúsa, fjær er bærinn Efrihlíð sem nú er þekktur sem Stigahlíð 68 og er elsti bærinn í hverfinu, en hann reis 1937. Það eru tún Efrihlíðar sem sjást á myndinni, á skólalóð Menntaskólans í Hamrahlíð. Blokkirnar á myndinni eru við Bogahlíð og Hamrahlíð.. Á sjöttu brautinni, slógu kylfingar í suðurátt. Teigurinn var á svæði á milli verslunarmiðstöðvarinnar Suðurvers og Kringlumýrarbrautar. Glompan sem sést á myndinni var því vinstra megin við flötina, séð frá teig..
Ljósmynd: Úr safni Guðlaugs Guðjónssonar.