Hola3
Read MoreIngólfur Isebarn slær teighögg á 3. holu sem leikin var í norðurátt. Fjölbýlishúsið í byggingu vinstra megin er Hvassaleiti 153-157 sem stendur nú á horni Listabrautar og Háaleitisbrautar. Handan Háaleitisbrautar er fjölbýlishúsið í Stóragerði 34-38. Bæði húsin voru byggð 1961. Önnur hús á þessari mynd, sem enn eru uppistandandi er stóra blokkin á hæðinni að Grensásvegi 56-60 og hálfkláraða íbúðarhúsið sem sést í hægra megin á myndinni sem stendur við Stóragerði.
Ingólfur Isebarn vippar inn á 3. flöt. Nýbyggð raðhús við Hvassaleiti (áður Seljalandsvegur og Mjóumýrarvegur) í baksýn. Blokkin sem er á milli þeirra stendur á horni Listabrautar og Háaleitisbrautar. Myndin er tekin sumarið 1962, en vorið eftir var starfsemi klúbbsins flutt austur í Grafarholt. Ljósmynd: Borgarskjalasafn/Einkasafn Goflklúbbs Reykjavíkur.