Kári Elíasson slær á 1. teig á Öskjuhlíðarvelli sumarið 1962. Í bakgrunni sjást byggingarnar þrjár sem sennilega hafa verið útihús vinstra megin. Hægra megin á myndinni sést fjölbýlishús í byggingu (Stigahlíð 30-32) og hluti af 6. brautinni sem síðar fór undir einbýlishúsalóðir í Stigahlíð.
Kylfingar hefja leik á Öskjuhlíðarvelli snemmsumars 1962. Frá vinstri: Kári Elíasson, Geir Þórðarson, Jón Thorlacius, Albert Wathne, Halldór Magnússon, Pétur Björnsson, Sveinn Snorrason. Á teignum slær Jóhann Sófusson. Sjá má á þessari mynd að teigurinn lá skammt frá hitaveitustokknum, en stokkurinn lá meðfram 1. og 2. brautinni. Fjölbýlishúsin vinstra megin á myndinni standa enn vð Stóragerði og fyrir miðju í fjarska er Grensásvegur 56-60. Sunnan við hitaveitustokkinn sjást braggar frá stríðsárunum við Bústaðaveg. Mannvirki sem nú er að finna á brautarsvæðinu eru meðal annars Kringlumýrarbrautin og Verslunarskólinn. Úr myndasafni: Arnkels B. Guðmundssonar.
Rube Arneson, kennari klúbbsins púttar á 1. flötinni árið 1938, sem á þeim tíma var leikinn sem 4. hola. Myndin er tekin í vesturátt. Ljósmynd: Borgarskjalasafn/Einkasafn GR.