Untitled photo

Það var því miður kalt og rigningar vikum saman á Suðurlandi sumarið 1947. Um morguninn 5. ágúst, daginn sem við lögðum af stað, var indælasta veður og bjart. Daníel Fjeldsted ók með mig upp á golfvöll Reykjavíkur. Þaðan frá hæðinni er útsýni eitt hið fegursta, og mestur hluti borgarinnar blasir við sjónum. Í vestri Tjörnin, Hljómskálagarðurinn og Háskólinn, kaþólska kirkjan og önnur stórhýsi. Þaðan sést líka allur miðbærinn.

Valdimar Erlendsson (1950) Endurminningar frá Íslandi og Danmörku“ 

Þegar forráðamenn Golfklúbbs Íslands fengu augastað á landi fyrir nýjan golfvöll árið 1936, þá hefur næsta skref verið að finna stað fyrir klúbbhúsið. Því var valinn staður á hæð, rétt norðan við Öskjulíð, á landsvæði sem nefnt var ,,Minni Öskjulíð" en þaðan var ekki einungis gott útsýni yfir golfvallarsvæðið, heldur einnig yfir mestalla Reykjavík.


Ef hægt er að nefna einhvern faðir golfklúbbsins, þá væri það Gunnlaugur Einarsson, læknir, annar þeirra sem kynnti íþróttina fyrir velmektandi íbúum höfuðstaðarins. Gunnlaugur var formaður klúbbsins fá stofndegi til dánardags árið 1944, en hann komst svo að orði í bréfi til Sveins Björnssonar, sendiherra árið 1936. ,,Um þetta land má ennfremur segja, að af hæðinni þar sem klúbbhúsið á að standa, er eitt fegursta útsýni yfir Faxaflóa og golfsalurinn hannaður þannig teiknaður að hennar nýtur sem í udkigsturni væri."

Powered by SmugMug Owner Log In