Gamli golfvöllurinn og nágrenni hans 1947
Loftmynd Sigurhans Vignir af hluta Reykjavíkur sem tekin var 1947. Myndin er tekin úr norð-vestri. Golfvöllur bæjarins var vinstra megin við hitaveitustokkinn, en hitaveitutankarnir sjást í útjaðri myndarinnar hægra megin. Tveir misstórir ljósir flekar vinstra megin á myndinni, sýna vallarstæðið, en þeir eru aðskildir með gryfju og tjörn. Byggingin sem stendur á stærri flekanum er Stigahlíð 38, áður nefnd Efri-Hlíð. Skammt frá, á hæðinnni við stokkinn sést klúbbhúsið og lengst til vinstri á myndinni sjást kálreitir sem stóðu norðan við golfvöllinn. Möstur Landsímans sjást ofarlega á myndinni vinstra megin, nálægt hitaveitustokknum.
Ljósmynd: Sigurhans Vignir.