HOLA 7  PAR 4

Leikin sem 1. hola á árunum 1937-45.

LENGD: 190

METRAR

SÉRREGLA Þar til braut hefur veirð rudd yfir gryfjuna, má leggja bolta í beina línu fjær holu. Girðingin og gryfjan eru utan vallar.

Vígsluhögg golfvallarins

Vígsluhögg golfvallarins

Helgi Eiríksson, klúbbmeistara GÍ 1937 var falið að slá vígsluhöggið. Það var slegið af teignum við 1. braut, sem síðar varð 7.braut vallarins. Á myndinni sem tekin er í vesturátt, sést Helgi undirbúa sig fyrir vígsluhöggið og áhorfendur fylgjast spenntir með. Húsið hægra megin á myndinni er bærinn Efrihlíð, nú Stigahlíð 68.

Koma Friðriks ríkisarfa og Ingiríðar krónprinsessu  1938


Þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri Íslandsferð Friðriks ríkisarfa Danmerkur og Ingiríðar krónprinsessu vorið 1938, settu forráðamenn Golfklúbbs Íslands sig í samband við Svein Björnsson, sem þá var sendiherra Íslands í Danmörku og könnuðu hvort möguleiki væri á að hinir tignu gestir gætu haft viðkomu á hinum nýja golfvelli. Það gekk eftir með hjálp sendiherrans og golfvöllurinn í Mjóamýri varð einn viðkomustaða ríkisarfanna í Íslandsheimsókninni. Forráðamenn Golfklúbbs Íslands jafnframt í hyggju að fá krónprinsessuna til að slá formlegt vígsluhögg, en þeir höfðu einhvern pata af því að prinsessan hefði stundað íþróttina í nokkur ár og væri vanur golfleikari.

Heimsóknina bar upp á fyrsta dag ágústmánaðar 1938, en ekkert varð af teighöggi Ingiríðar, því hún baðst undan því að slá og bar því við að hún hefði lítið stundað íþróttina undanfarna mánuði. Í staðinn vígði hún hillu undir verðlaunagripi í klúbbhúsinu. Var hún í sama mánuði, gerð að verndara klúbbsins og upp frá því var ljósmynd af Ingiríði hangandi upp á vegg í sal klúbbhússins.

Vígsluhöggið var slegið af teignum við 1. braut, sem síðar varð 7.braut vallarins og það kom í hlut klúbbmeistarans, Helga Eiríkssonar að gera það. Í frétt Ríkisútvarpsins var greint frá þessum viðburði og sagt að högg Helga hafi verið 250 metra langt og endað nálægt marki. Rétt er að taka þeirri tölu með fyrirvara þar sem brautin var aðeins skráð 190 metrar að lengd og fátítt var á þessum tíma að kylfingar næðu að slá yfir 200 metra. 

Friðrik varð aldrei konungur yfir Íslandi, því Ísland var ekki lengur hluti af danska k onungsveldinu árið 1947 þegar hann tók við krúnunni. Hann var konungur Danmerkur til dánardags 1972, en þá gekk krúnan til Margrétar Þórhildar, dóttur þeirra, en hún er enn drottning Danmerkur.

Fyrsti heiðursfélaginn

Viðurkenningarskjal sem staðfestir að Ingrid krónprinsessa Danmerkur sé fyrsti heiðursfélagi klúbbsins.



Myndir frá 7. holu

Powered by SmugMug Owner Log In