HOLA 6 PAR 4
Leikin sem 8. hola á árunum 1937-45
LENGD: 230
METRAR
Sérregla: Um þverskurðinn gildir sama og á fyrstu holu. Girðingin og gryfjan er utan vallar.

Púttað á 6. flötinni
Púttað á 6. flötinni. Nærsvæði þessarar myndar eru lóðir undir íbúabyggð. Lengst til vinstri (á lóð Stigahlíðar 69) er eitt þriggja útihúsa, fjær er bærinn Efrihlíð sem nú er þekktur sem Stigahlíð 68 og er elsti bærinn í hverfinu, en hann reis 1937. Það eru tún Efrihlíðar sem sjást á myndinni, á skólalóð Menntaskólans í Hamrahlíð. Blokkirnar á myndinni eru við Bogahlíð og Hamrahlíð.. Á sjöttu brautinni, slógu kylfingar í suðurátt. Teigurinn var á svæði á milli verslunarmiðstöðvarinnar Suðurvers og Kringlumýrarbrautar. Glompan sem sést á myndinni var því vinstra megin við flötina, séð frá teig..
Ljósmynd: Úr safni Guðlaugs Guðjónssonar.
Myndir frá 6. holu
Fjórir kylfingar að leik á 6. flötinni, sennilega er um að ræða lokaráshóp Íslandsmótsins 1957. Sveinn Ársælsson frá Vestmannaeyjum púttar, Ólafur Ágúst Ólafsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson fylgjast með. Fjær stendur óþekktur kylfingur, ef til vill Ewald Berndsen sem hafnaði í fjórða sæti á mótinu. Saga byggingannna þriggja í bakgrunni er ekki kunn, en sennilega er um að ræða einhvers konar útihús eða gripahús frá bænum Efrihlíð. Fyrir utan eitt þeirra má sjá þrjá hesta.
Púttað á 6. flötinni. Nærsvæði þessarar myndar eru lóðir undir íbúabyggð. Lengst til vinstri (á lóð Stigahlíðar 69) er eitt þriggja útihúsa, fjær er bærinn Efrihlíð sem nú er þekktur sem Stigahlíð 68 og er elsti bærinn í hverfinu, en hann reis 1937. Það eru tún Efrihlíðar sem sjást á myndinni, á skólalóð Menntaskólans í Hamrahlíð. Blokkirnar á myndinni eru við Bogahlíð og Hamrahlíð.. Á sjöttu brautinni, slógu kylfingar í suðurátt. Teigurinn var á svæði á milli verslunarmiðstöðvarinnar Suðurvers og Kringlumýrarbrautar. Glompan sem sést á myndinni var því vinstra megin við flötina, séð frá teig.. Ljósmynd: Úr safni Guðlaugs Guðjónssonar.