HOLA 5  PAR 4

Leikin sem 7. hola á árunum 1937-45.

LENGD: 310

METRAR

Sérregla: Skurðurinn meðfram og bak við flötina er utan vallar.


Á 5. teig sumarið 1959

Á 5. teig sumarið 1959

Fimmti teigur á Öskjuhlíðarvelli. Kári Elíasson með teighögg. Jóhann Guðmundsson, Helgi Jakobsson og Halldór Guðjónsson fylgjast áhugasamir með.
Mynd: Úr safni Kára Elíassonar.


...keppninni lauk þann 25. júní og hafði

þá staðið í tuttugu daga

Fyrirsögnin hér að ofan er tekin úr fundargerðabók kappleikjanefndar Golfklúbbbs Íslands árið 1938. Keppnin umrædda sem svo erfiðlega gekk að ljúka, var fyrsta keppnin um Hvítasunnubikarinn sem háð var á Golfvellinum við Öskjuhlíð.

Ýmislegt olli því að keppnin tók svo langan tíma. Í fyrsta lagi voru vallaraðstæður ekki beisnar á nýja vellinum og úrslitaeinvígið þurfti að heyja fjórum sinnum, vegna þess að jafnt var í fyrstu þrjú skiptin og samkvæmt því sem þá tíðkaðist þurftu kylfingar að leika golfhringina að nýju, í stað þess að útkljá einvígið með bráðabana eins og tíðkast á síðari árum. Til hliðar má sjá fyrstu tvær blaðsíðurnar úr fundargerð um mótið.


Myndir frá 5. holu

 • Á 5. teig sumarið 1959

  Fimmti teigur á Öskjuhlíðarvelli. Kári Elíasson með teighögg. Jóhann Guðmundsson, Helgi Jakobsson og Halldór Guðjónsson fylgjast áhugasamir með. Mynd: Úr safni Kára Elíassonar.

 • Rube á 5. teig

  Rube Arneson, kennari klúbbsins slær teighögg á 5. braut árið 1938. Fjöldi fólks fylgir með. Mynd Borgarskjalasafn/Einkasafn GR.

 • Teighögg á 5. braut

  Helgi Hermann Eiríksson, varaformaður Golfklúbbs Íslands, slær á 5. teig 1938. Í baksýn má sjá kálgarðana við norðurenda brautarinnar og hluta Esjunnar. Mynd: Borgarskjalasafn/Einkasafn GR.

 • Við 5. flöt

  Ólafur Ágúst Ólafsson og Jóhann Eyjólfsson ganga inn á 5. flötina. Myndin er tekin á Íslandsmótinu 1960. Í baksýn má sjá blokkir í Hvassaleiti og tvö háhýsi nýrisin við Austurbrún. Mynd: Úr safni Guðlaugs Guðjónssonar..


Myndir frá umhverfi 5. brautar

 • Útsýni frá 5. teig.

 • FImmta flötin.


Powered by SmugMug Owner Log In