HOLA 4 PAR 3

Leikin sem 7. hola 1937-45

LENGD: 125

METRAR

Sérregla: Út að utanvallarmerkinu má taka bolta upp úr skurðinum og láta falla á bakkann nær teig. Skurðurinn frá merkinu og óræktin á bak við flötina (green) er utan vallar.


Slegið á fjórða teig

Slegið á fjórða teig

Helgi Eiríksson slær teighögg á fjórða teig. Myndin er tekin í kringum 1940. Sjá má kálreitina sem staðsettir voru norðan við golfvöllinn og fjær vatnstank bæjarins, sem enn stendur við byggingu Fjöltækniskólans (áður Stýrimannaskólans sem reistur var 1952.)


Untitled photo

Fyrsta Íslandsmótið


Fyrsta Íslandsmótið í golfi var haldið á Golfvellinum við Öskjuhlíð í ágúst 1942. Keppendur voru 21 talsins frá klúbbunum þremur en aðeins var keppt í karlaflokki. Reykvíkingarnir  Gísli Ólafsson og Jakob Hafstein spiluðu best í undirbúningskeppninni og svo fór að þeir mættust í 54 holna einvígi um titilinn þar sem Gísli hafði betur 3-2.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um mótið segir eftirfarandi: Leikurinn var ákaflega jafn og einhver sá besti, sem sjest hefir á Golfveilinum í Öskjuhlíð. Eftir 46 holur voru þeir jafnir, bæði að höggum og holum.." 

Myndin til hliðar sýnir þá sextán kylfinga sem tóku þátt í framhaldskeppni Íslandsmótsins árið 1942. Gísli er lengst til vinstri í neðri röð, mótherji hans í úrslitunum, Jakob Hafstein, er standandi lengst til hægri á myndinni.

Heimild: Morgunblaðið 23. ágúst 1942, 7


Vísur Jakobs eftir úrslitaleikinn


Faðir Jakobs Hafstein, Júlíus Havsteen sýslumaður, lá veikur af blóðeitrun, á meðan sonur hans, Jakob Hafstein lék til úrslita við Gísla Ólafsson á Íslandsmótinu 1942. Hann fylgdist þó vel með. Að leikslokum sendi hann Jakob vísur út af úrslitunum, og svaraði Jakob þeim með þessum drengilegu vísum:


Þú ritar mér ljóð, en liggur sjúkur á beði.

Ég las þau í kvöld og brosti af mikilli gleði.

En því skyldi hryggja þig það, sem í golfinu skeði

— þar lá ekki neitt að veði. —

Það voru ekki lýti á leik mínum nein að ráði.

Léttur í skapi ég keppnina af gleði háði,

og það, að ég ekki efsta stallinum náði,

— þá uppskar ég eins og ég sáði. —

En þá koma tímar og þá koma ráð til að duga,

og þá verður léttara keppinaut minn að buga,

er harðfengi og styrkur, höndunum veita matið

— þá hendi ég kúlunni í gatið.

Sú vizka er sönn og veitir íþróttum hylli:

að virða sinn keppinaut, sem að leikur af snilli,

og því næst að reyna að bæta sjálfan sig betur.

Þá baráttu veit ég þú metur!

Mitt stríð var spegill úr lífsins leiftrandi keppni,

þar leikast á geislar, skuggar og svolítil heppni.

En þegar ég loksins hreppi dýrasta „dráttinn",

þá dragðu ekki í efa sláttinn.

(Kylfingur, 1942,32-3).


Íslandsmótið 1942

Jakob Hafstein og Gísli Ólafsson. Myndin er tekin fyrir úrslitaviðureign þeirra á Íslandsmótinu 1942 en leikin var holukeppni.
Ljósmynd: Borgarskjalaafn.


Myndir frá fjórðu holu

  • Púttað á 4. flöt

    Myndin er tekin af golfsýningu sem haldin var sumarið 1938. Fjórða flötin (spiluð sem 7. á þessum tíma) var á norð-austur hluta vallarins. Bæirnir sem sjást á myndinni haf sennilega staðið handan Miklubrautar, í þeirri götu sem nú heitir Safamýri.

  • Slegið á fjórða teig

    Helgi Eiríksson slær teighögg á fjórða teig. Myndin er tekin í kringum 1940. Sjá má kálreitina sem staðsettir voru norðan við golfvöllinn og fjær vatnstank bæjarins, sem enn stendur við byggingu Fjöltækniskólans (áður Stýrimannaskólans sem reistur var 1952.)


Gúmmíleysi og benzínskömmtun verða sennilega til þess, að útiloka allan golfleik, og það, landar góðir, verður ein mikilvægasta breytingin, sem Adolf Hitler kemur til leiðar með þjóð vorri.-


Kylfingur 1942


Powered by SmugMug Owner Log In