Grafarholtsvöllur 1975-80

Myndirnar á þessari síðu voru teknar af Grafarholtsvelli á 8. áratug síðustu aldar, sennilega að frumkvæði Ara Guðmundssonar,  fyrrum stjórnarmanns í klúbbnum og formanns GR 1977-78. Ari sést frakkaklæddur á nokkrum myndannna. Myndirnar voru skannaðar af Kodak-pappír og búnar að tapa allmiklu af upprunalegum gæðum. Ekki er þekkt hver, eða hverjir tóku myndirnar.

Myndatakan tengist ef til vill komu Nils Sköld, golfvallararkiteks til landsins, en teiknaðar hafa verið inn á nokkrar myndanna ný flatarstæði og aftan á myndunum var stuttur útskýringartexti á sænsku sem birtur er undir myndunum í þessu safni. Sköld hannaði Grafarholtsvöll skömmu fyrir 1960 og kom hingað til lands árið 1972 og starfaði þá að ýmsum verkefnum fyrir íslenska golfklúbba, meðal annars fyrir Golfklúbb Reykjavíkur. Ekki er ósennilegt að myndirnar hafa verið teknar í því skyni að sýna sænska golfvallararkitektinum framgang verksins, það er, hvað unnist hefði af þeim hugmyndum sem hann lagði til í dvöl sinni 1972. Það eru þó getgátur einar. Ljósmyndari er óþekktur.Powered by SmugMug Owner Log In