Reglur um ,,Olíubikarinn"


Reglur fyrir farandbikar, gefinn Golfklúbb Islands af Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi, Olíuverzlun Islands h/f. og af h/f. Shcll á Islandi.

1. gr. Bikarinn er gefinn Golfklúbb Islands, eða þeim golfklúbb í Reykjavík, er tekur við af honum, til þess að um hann verði háð árlega aðal-holukeppni klúbbsins með „handicappi".

2. gr. Keppni þessi skal fara fram árlega á tímabilinu frá 1. ágúst til 15. september, eftir nánari ákvörðun kappleikanefndar.

3. gr. Bikarinn er farandbikar og vinnst því ekki til eignar, nema samkvæmt því, er segir í 4. gr. En á hverju ári fær sá, er vinnur kappleikinn, minnispening úr silfri, er ávallt sé af sömu stærð (35 mm. í þvermál) og beri sömu áletrun og bikarinn og auk þess nafn vinnandans og ártalið, er hann var unninn.

4. gr. Hver sem vinnur kappleik þennan tvö ár í röð eða þrisvar sinnum í allt, fær bikarinn til eignar, en það ár fylgir ekki minnispeningur með.

5. gr. Á vetrum geymir síðasti vinnandi bikarinn, en á sumrin geymist hann í vallarhúsi klúbbsins.

6. gr. Nöfn þeirra, er vinna í keppni þessari, skal grafa á bikarinn með tilheyrandi ártali. Á bikarinn letrist: Farand-golfbikar gefinn af H. í s., B. P. og Shell.

Fjórir Olíubikarar

Keppt var um Olíubikarinn í fyrsta skipti í ágúst 1935 á túnunum í Austurhlíð í Laugardal, en það var í fyrsta skipti sem íslenskir kylfingar kepptu um bikar, þó ekki næðist að afhenda bikarinn í lokahófi klúbbsins það árið, þar sem hann barst ekki til landsins í tæka tíð. Eins og nafn keppninnar ber með sér, var bikarinn gjöf frá olíufélögum bæjarins. Um var að ræða farandbikar, en kylfingar gátu þó unnið hann til eignar með því að sigra í keppninni tvö ár í röð,  eða í þrjú ár alls. Fyrirkomulag mótsins var holukeppni með ,,handicap", en höggleikur leikinn í undirbúningskeppni sem notuð var til niðurröðunar. 

Sé tekið mið af því að um forgjafarkeppni var að ræða, er það áberandi, hve vel sterkustu kylfingum klúbbsins gekk í keppninni, en þeir þrír kylfingar sem unnu bikarinn til eignar unnnu allir til Íslandsmeistaratitla. Fyrstur til að vinna bikarinn til eignar var Gísli Ólafsson (1918-1984). Það var árið 1941 og gáfu þá olíufélögin annan bikar til keppninnar. Þorvaldur Ásgeirsson vann þann grip til eignar árið 1948 og olíufélögin veittu þá bikar til mótsins í þriðja skiptið. Keppt var um þann bikar í tólf ár eða þar til 1960. Á mótinu það ár kom upp sú staða að þeir Ólafur Ágúst Ólafsson, sem unnið hafði keppnina árið áður og Jóhann Eyjólfsson, sigurvegari 1955 og 1957 mættust í úrslitaleiknum og ljóst var að sigurvegarinn mundi vinna bikarinn til eignar. Jóhann hafði betur í úrslitaleiknum gegn Ólafi og hreppti bikarinn, sem sennilega er að finna einhvers staðar í geymslum GR, en ekkja Jóhanns, Fríða Valdimarsdóttir, ánafnaði klúbbnum mörgum þeim gripum sem Jóhann vann á sigursælum ferli í golfinu.

Sá stórglæsilegi verðlaunagripur sem geymdur er í glerskáp í veitingasalnum í Grafarholti er því fjórði Olíubikarinn. Keppt var um bikarinn á árunum 1961-1998, en keppnin var aflögð árið eftir.

Handhafar Olíubikars (IV)

1961 Ólafur Bjarki Ragnarsson

1962 Ingólfur Isebarn

1963 Pétur Björnsson

1964 Viðar Þorsteinsson

1965 Einar Guðnason

1966 Viðar Þorsteinsson

1967 Erlendur Einarsson

1968 Ólafur Skúlason

1969 Ólafur Hafberg

1970 Gísli Sigurðsson

1986 Ólafur Guðjónsson

1987 Gunnar Sn. Sigurðsson

1988 Davíð Steingrímsson

1989 Halldór Sigurðsson

1990 Hinrik Hilmarsson

1991 Reynir Vignir

1992 Róbert Örn Jónsson

1993 Sigurður Óli Jensson

1994 Guðjón R. Emilsson

1995 Hjalti Atlason

1996 Jónas Kristjánsson

1997 Edwin R. Rögnvaldsson

1998 Sveinbjörn Halldórsson

  • Gísli Ólafsson - 1940, 1941 & 1944

  • Þorvaldur Ásgeirsson - 1937, 1947 & 1948.

  • Jóhann Eyjólfsson - 1955, 1957 & 1960.

  • Viðar Þorsteinsson 1964 & 1966, Ólafur Hafberg 1969.

  • Guðjón Rúnar Emilsson - 1994.


OLÍUBIKAR I (1935-41)

1935 Karl Jónsson

1936 Helgi Eiriksson

1937 Þorvaldur Ásgeirsson

1938 Sigurður Jónsson

1939 Frímann Ólafsson

1940 Gísli Ólafsson

1941 Gísli Ólafsson

OLÍUBIKAR II (1942-48)

1942 Halldór Hansen

1943 Þorvaldur Ásgeirsson

1944 Gísli Ólafsson

1945 Daníel Fjeldsted

1946 Brynjúlfur Magnússon

1947 Þorvaldur Ásgeirsson

1948 Þorvaldur Ásgeirsson

OLÍUBIKAR III (1949-60)

1949 Ingólfur Isebarn

1950 Halldór Magnússon

1951 Björn Pétursson

1952 Thor Hallgrímsson

1953 Helgi Eiriksson

1954 Smári Wium

1955 Jóhann Eyjólfsson

1956 Einar Guðnason

1957 Jóhann Eyjólfsson

1958 Halldór Bjarnason

1959 Ólafur Ágúst Ólafsson

1960 Jóhann Eyjólfsson


Heimildir: 

Kylfingur 1. tbl. 1969, 3, 

Powered by SmugMug Owner Log In