Nýliðabikar
Read MoreReglugerð um Nýliðabikarinn
1. gr. Bikarinn heitir „Nýliðabikar Golfklúbbs Íslands".
2. gr. Tilgangur bikars þessa er sá, að örfa og auka áhuga nýliða innan Golfklúbbs Íslands fyrir golfíþróttinni og hvetja þá til þess að ná sem fyrst og bezt árangri í íþróttinni.
3. gr. Nýliðar Golfklúbbs Íslands á fyrsta og öðru ári, sem þeir leika golf, hafa einir rétt til að keppa um bikarinn, en engum er heimilt að keppa um hann oftar en tvisvar sinnum.
4. gr. Bikarinn er farandgripur, sem aldrei vinnst til eignar. Um hann skal háð forgjafarkeppni, samkvæmt þeirri forgjöf leikmanna, sem forgjafarnefnd Golfklúbbs Íslands ákveður. Kappleikanefnd Golfklúbbs Íslands skal sjá um bikarkeppni þessa og skipuleggja hana. Úrslitaleikur (final) skal ávallt vera 36-holu keppni. Séu keppendur þá jafnir, skulu næstu 18 holur skera úr o. s. frv.
5. gr. Keppni um bikar þennan, skal háð í septembermánuði ár hvert og skal henni lokið fyrir 20. september.
6. gr. Bikarinn skal vera í vörzlu þess leikmanns, er ber sigur úr býtum frá ári til árs, en falli keppni niður eitthvert ár, vegna óviðráðanlegra orsaka, skal bikarnum skilað í vörzlu formanns Golfklúbbs Íslands.
7. gr. Golfklúbbur Íslancls sér um, að á bikarinn verði letrað nafn þess, er sigrar hverju sinni, ásamt ártali.
Reykjavík, 1. sept. 1944.
Ásgr. Ragnars. Björn Pétursson. Geir Borg. Gunnar Guðmundsson. Guðm. Sigmundsson. Hilmar Garðars. Jóh. Eyjólfsson. Oddur Helgason.
Handhafar Nýliðabikarsins
1957 Ágúst Geirsson
1958 Ragnar Jónsson
1959 Úlfar Skæringsson
1960 Daníel Pétursson
1961 Ólafur Hafberg
1962
1963 Viðar Þorsteinsson
1964 Hans Isebarn
1965 Halldór Sigmundsson
1966 Jón Agnars
1967 Svan Friðgeirsson
1968 Gunnar Kvaran
1969 Björgúlfur Lúðvíksson
1970 Einar Matthíasson
1971 Ólafur Gunnarsson
1972 Halldór Ásgeirsson
1973 Stefán Sæmundsson
1974 Guðmundur Hafliðason
1975 Arnór Þórhallsson
1976 Guðmundur Vigfússon
1977 Skarphéðinn Sigursteinsson
1978 Árni Jakobsson
1979
1980
1981 Guðmundur Jónasson
1982 Rósmundur Jónsson
1983 Bjarni Gíslason
1984 Kjartan Jónsson
1985 Jens Jensson
1986 Lúðvík Georgsson
1987 Sigurður Sigurðsson
1988 Viktor Sturlaugsson
1989 Ingvar Ágústsson
1990 Rafn Jóhannesson
1991 Guðni Friðgeirsson
1992 Magnús Gunnarsson
1993 Haraldur Haraldsson
1994 Haraldur Haraldsson
1995 Ómar Guðnason
1996 Ingvi Þór Elliðason
1997
1998 Friðbert Traustason