Hvítasunnubikarinn
Read MoreKeppt um Hvítasunnubikarinn í rúma sex áratugi
Saga Hvítasunnubikarsins hófst árið 1937 en það ár ákvað stjórn Golfklúbbs Íslands að útvega farandbikar til að keppa um á vorin. Þetta var þriðji bikarinn sem klúbburinn eignaðist og fyrst var keppt um hann á Golfvellinum í Laugardal það sama ár og var það síðasti kappleikur sem leikinn var á vellinum. Á Hvítasunnudag fór fram höggleikur með forgjöf og daginn eftir kepptu efstu menn í holukeppni með forgjöf og hélst það fyrirkomulag á mótinu.
Bikarinn sem gefinn var af Friðþjófi Johnsen kaupmanni og keppt var um í upphafi var lítið stærri en eggjabikar og árið 1951, þegar búið var að keppa um bikarinn í 15 ár var svo komið að fleiri nöfn komust ekki fyrir á bikarnum. Var þá brugðið á það ráð, eftir tillögu Sigurjóns Hallbjörnssonar, að keyptur var stærri bikar og sá gamli silfurkveiktur ofan á. Keppt var í fyrsta sinn um endursmíðaða gripinn árið 1952 og nafn Sigurjóns var það fyrsta sem grafið var á nýja bikarinn. Síðast var keppt um bikarinn árið 1998 og keppni um Hvítasunnubikarinn, sú 63. í röðinni var fyrirhuguð árið eftir. Vegna slæms veðurs þann 15. maí 1999 var keppnin felld niður og ekki leikin það sumarið og Hvítasunnubikarinn hefur ekki verið á mótaskrá klúbbsins síðan.
Margir Íslands- og klúbbmeistarar fengu nafn sitt ritað á bikarinn. Sá sem sigraði oftast í keppninni var Ólafur Ágúst Ólafsson en hann var handhafi bikarsins í fimm ár. Óskar Sæmundsson sigraði fjórum sinnum í keppninni og Karl Ómar Jónsson, sem um margra ára skeið var veitingamaður í Grafarholti varð þrívegis sigurvegari.
Bikarinn er að mati sumra félagsmanna einn af fallegri bikurum sem klúbburinn hefur eignast. Hann er þó ekki mjög tilkomumikill úr fjarlægð, en þegar hann er skoðaður nánar sést hve vel vandað hefur verið til smíðarinnar og hve áletranir eru smekklegar, þó erfitt sé að stauta sig fram úr nafni bikarsins. Hvítasunnubikarinn er sá verðlaunagripur sem lengst var í umferð og sá eini sem leikið var um á öllum þremur aðalvöllunum. Keppt var um bikarinn í Austurhlíð í Laugardal 1937, Golfvellinum við Öskjuhlíð 1938-62 og á Grafarholtsvelli 1963-1998.
Handhafar Hvítasunnubikars
1937 Ólafur Gíslason
1938 Ólafía Sigurbjörnsdóttir
1939 Frímann Ólafsson
1940 Karl Jónsson
1941 Benedikt Bjarklind
1942 Benedikt Bjarklind
1943 Jóhannes G. Helgason
1944 Jóhannes G. Helgason
1945 Ewald Berndsen
1946 Ólafur Ágúst Ólafsson
1947 Björn Pétursson
1948 Þorvaldur Ásgeirsson
1949 Ólafur Ágúst Ólafsson
1950 Guðlaugur Guðjónsson
1951 Ólafur Ágúst Ólafsson
1952 Sigurjón Hallbjörnsson
1953 Ingólfur Isebarn
1954 Þorvaldur Ásgeirsson
1955 Ólafur Bjarki Ragnarsson
1956 Gunnar Böðvarsson
1957 Ólafur Bjarki Ragnarsson
1958 Helgi Jakobsson
1959 Ólafur Ágúst Ólafsson
1960 Ólafur Ágúst Ólafsson
1961 Pétur Björnsson
1962 Pétur Björnsson
1963 Hafsteinn Þorgeirsson
1964 Þorvarður Árnason
1965 Páll Ásgeir Tryggvason
1966 Viðar Þorsteinsson
1967 Hörður Ólafsson
1968 Einar Guðnason
1969 Gunnlaugur Ragnarsson
1970 Ólafur Skúlason
1971 Óskar Sæmundsson
1972 Haukur V. Guðmundsson
1973 Arnkell B. Guðmundsson
1974 Geir Svansson
1975 Hilmar Þórðarson
1976 Ragnar Ólafsson
1977 Svan Friðgeirsson
1978 Sigurður Hafsteinsson
1979 Óskar Sæmundsson
1980 Óskar Sæmundsson
1981 Karl Ómar Jónsson
1982 Stefán Unnarsson
1983 Kristinn Ólafsson
1984 Sigurjón Arnarsson
1985 Ívar Harðarson
1986 Gunnar Árnason
1987 Ragnar Guðmannsson
1988 Karl Ómar Jónsson
1989 Viðar Þorsteinsson
1990 Karl Ómar Jónsson
1991 Óskar Sæmundsson
1992 Sveinn Ásgeir Baldursson
1993 Helgi Ólafsson
1994 Jón Aspar
1995 Þorsteinn Þorsteinsson
1996 Ólafur S. Jakobsson
1997 Símon I. Þórðarson
1998 Ólafur S. Jakobsson