Berserkur
Read MoreReglugerð um bikarinn Berserk.
1. gr. Bikar þessi, sem hlotið hefur nafnið „Berserkur", er gefinn G. I. í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins, og skal keppt um hann í langskotskeppni, eins og nánar segir í 3. gr.
2. gr. Keppni um bikarinn skal fara fram árlega, næst á eftir meistarakeppnum klúbbsins. Vinnst hann til eignar, er sami keppandi hefur unnið hann þiisvar sinnum í röð eða fimm sinnum alls. Klúbburinn veitir vinnanda hverju sinni sérstök verðlaun, silfurpening, eða önnur þau verðlaun, sem hann veitir á hverjum tíma, þó ekki er hann vinnst til fullrar eignar. Nafn vinnanda skal grafið á bikarmn að hverju sinni og hlýtur vinnandi jafnframt virðingarheitið „Berserkur það ár.
3. gr. Keppni skal fara fram með þeim hætti er hér gremir: Afmarka skal teig á vellinum og í beina stefnu frá honum, í 70 metra fjarlægð, braut, sem afmarka skal með flaggstöngum og snúrum. Breidd brautarinnar skal vera 50 metrar en lengdin ótakmörkuð. Hver keppandi skal slá 6 bolta af teig. Mæla skal f jarlægð frá teig til hvers þess bolta, sem liggur innan hins afmarkaða svæðis. Síðan skal leggja saman .fjarlægðir þeirra og deila í útkomuna með 6. Telst það gildandi högglengd hvers keppenda. Stöðvist bolti utan hins afmarkaða svæðis telst högglengd hans ekki með. Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir, skulu þeir slá 3 bolta hver, þar til úrslit fást. Keppendur skulu nota trékylfur eingöngu við keppni þessa. Forgjöf í nokkurri mynd kemur ekki til greina við keppni þessa.
Reykjavík, 14. desember 1944. Árni Egilsson. Ben. S. Bjarklind.
Handhafar Berserks
1945 Helgi Eiríksson
1946 Halldór Magnússon
1947 Jónas Lilliendal
1948 Björn Pétursson
1949 Jakob Hafstein
1950 Ingólfur Isebarn
1951 Ólafur Hallgrímsson
1952 Thor Hallgrímsson
1953
1954 Benedikt S. Bjarklind
1955 Ólafur Bjarki Ragnarsson
1956 Thor G. Hallgrímsson
Berserkur endurvakinn
Berserkur var endurvakinn degi fyrir Íslandsmótið í Grafarholti 2009. Kylfingar reyndu með sér í högglengd og fékk þessi viðburður nafnið Berserkur, þó ekki væri farið eftir upprunalegu reglum og ekki væri keppt um gamla verðlaunagripinn. Slegið var á 18. brautina frá púttsvæðinu fyrir neðan bílastæðið og aðstæður voru hinar bestu, bæði fyrir keppendur og fjölmarga áhorfendur. Örvar Samúelsson úr GA og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slógu lengst.