Handhafar Afmælisbikars Guðmundar Sigmundssonar

1952 Guðmundur Sigmundsson

1953 Ásgeir Ólafsson

1954 Ólafur Bjarki Ragnarsson

1955 Jóhann Eyjólfsson

1956 Benedikt S. Bjarklind

1957 Ólafur Loftsson

1958 Jason Clark

1959 Sigurjón Hallbjórnsson

1960 Pétur Björnsson

1961 Jón Thorlacius

1962 Jon Thorlacius

1963 Kári Elíasson

1964 Pétur Björnsson

1964 Pétur Björnsson

1965 Einar Guðnason

1966 Markús Jóhannsson

1967 Sveinn Snorrason

1968 Haukur V. Guðmundsson

1969 Jóhann K. Guðmundsson

1970 Atli Arason

1973 Ólafur Skúlason

1974 Stefán Sæmundsson

1976 Reynir Vignir

1977 Sigurður Pétursson

1978 Stefán Unnarsson

1979 Óli Laxdal

1980 Kristinn B. Jóhannsson

Ekki leikið 1971-2 & 1975.

Afmælisbikar Guðmundar Sigmundssonar

Keppni um Afmælisbikar Guðmundar Sigmundssonar var 18 holu höggleikur með forgjöf og haldin í kringum afmælisdag Guðmundar 7. júlí, að minnsta kosti á fyrstu árum mótsins.

Guðmundur sá sem bikarinn er nefnur eftir, var loftskeytamaður og starfaði í gömlu loftskeytastöðinni við Suðurgötu.  Hann var hvorki kylfingur í fremstu röð né framámaður í klúbbnum, en geta má sér þess til að hann hafi verið kappsamur félagsmaður á þeim árum þegar klúbburinn hafði aðsetur á gamla golfvellinum við Öskjuhlíð og að vinirnir sem gáfu honum þessa óvenjulega afmælisgjöf, hafi verið spilafélagar hans í klúbbnum. 

Sjá má að hann tók reglulega þátt í mótum á árunum fyrir og eftir 1950 og sigraði í nokkrum þeirra, meðal annars á Bogey-keppni og í fjórboltakeppni með Sigurjóni Hallbjörnssyni að ógleymdu því afreki að sigra í fyrstu keppninni um Afmælisbikar hans sjálfs árið 1952. Hann sat í kappleikjanefnd klúbbsins um tíma og þá varð Guðmundur einn örfárra til að fara holu í höggi á gamla vellinum, en það gerði hann árið 1950. 

Guðmundur lést árið 1955, 53 ára gamall, ógiftur og barnlaus, aðeins þremur árum eftir fyrsta afmælismótið. Mótin lifðu hins vegar áfram og urðu ellefu talsins á gamla vellinum og fimmtán að tölu á nýja vellinum í Grafarholti. Þessi mót sem upphaflega voru sett á til að fagna tímamótum í lífi vinsæls félaga voru nú haldin til að minnast hans, þó sennilega hafi ekki margir keppendur í síðari mótunum í Grafarholti þekkt til Guðmundar.



Powered by SmugMug Owner Log In