Opna GR
Read MoreLeikið um GR-bikarinn frá 1978
Eitt þekktasta opna mót ársins og eitt það langlífasta er Opna GR. Mótinu var hleypt af stokkunum 1978. Ari Guðmundsson, fyrrum formaður GR og eiginkona hans Katla Ólafsdóttir, gáfu GR-bikarinn sem keppt skyldi um í 36 holu keppni með betri bolta fyrirkomulagi. Á fyrsta mótinu, 1978 var bifreið í verðlaun fyrir að fara holu í höggi, sem þá var nýmæli. Opna GR var í hugum margra einn af stórviðburðum hvers golfsumars og mikið stemningsmót eins og gjarnan fylgir liðakeppni og lengri mótum, þar sem leikið er um góð verðlaun. Fram undir aldamót voru skor liðanna færð inn handvirkt á stóra upplýsingatöflu í klúbbhúsinu í Grafarholti og þá freistuðust margir til að hinkra við í klúbbhúsinu til að fylgjast með breytingum á stöðu liða. Sá háttur hefur verið hafður á við verðlaunaafhendingu, að keppendur fá sjálfir að velja sér verðlaun, eftir þeirri röð sem þeir höfnuðu á mótinu.
Keppnisfyrirkomulag mótsins er eins og áður sagði, fjórmenningur, öðru nafni betri bolti þar sem tveir eru í hverju liði og betra skor liðsfélaga með forgjöf telur á hverri holu. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að allir, forgjafarháir, sem lágir eiga svipaða möguleika, en þá þurfa keppendur að hitta á tvo góða daga og skor að falla vel saman. Dæmi eru um að forystulið eftir fyrri daginn, nái ekki að tryggja sér neitt af fjölmörgum vinningssætum að keppni lokinni, því keppnin í þessu móti er ávallt jöfn. Algengt er að vinningsskor sé 93-99 punktar.
Rúm fjörtíu ár eru síðan fyrsta mótið var haldið, en mótið féll niður árið 2016, sennilega vegna dræmra skráninga og sama var upp á teningnum rigningasumarið 2018. Opna GR er hins vegar komið á dagskrá að nýju og árið 2019 markar ákveðinn tímamót í sögu keppninnar, því keppt verður um bikarinn í 40. skipti helgina 27.-28. júlí.
Steina er sú eina
Opna GR er mót fyrir bæði kynin, en það hefur verið áberandi hve fáar konur hafa tekið þátt í mótinu. Kynjahlutfall sigurvegara á mótinu er að sama skapi ójafnt. Af þeim áttunda tug nafna sem grafin hafa verið á ,,Arafat", eins og verðlaunagripurinn var stundum kallaður á upphafsárunum, (í höfuðið á öðrum gefandanum), er aðeins eitt kvenmannsnafn. Það er nafn Steinunnar Sæmundsdóttur, en hún sigraði í mótinu með Óskari bróðir sínum árið 1980. Vonandi eiga fleiri kvenmannsnöfn eftir að bætast á bikarinn á næstu árum og þátttaka kvennna að verða almennari. Tíu konur skráðu sig til leiks í mótið 2015, sem sennilega var nokkur aukning frá árinu á undan, en til samanburðar þá voru karlarnir 154 talsins.
Hinn veglegi bikar sem keppt er um, hefur farið í eina andlitslyftingu. Lokið á verðlaunagripnum tapaðist seint á síðustu öld og þá var smíðað við bikarinn viðarlok og nýr stallur í stíl, til að koma nöfnum nýrra sigurvegara fyrir. Fyrir nokkrum árum týndist nýja lokið og bikarinn hefur því verið afhentur án höfuðfats síðustu árin.
Algengt er að Opna GR sé leikið síðsumars í Grafarholtinu, þó einnig sé að finna dæmi um ár þar sem leikið var á Korpúlfsstaðavelli og á báðum völlunum. Styrktaraðili mótsins undanfarin áratug hefur verið Heildsala Rolfs Johansens og keppnin hefur verið nefnd eftir vörum fyrirtækisins, Soccarade, Heineken og nú síðast Klaki. Báðir hringir mótsins árið 2019 verða leiknir á Grafarholtsvelli.
2019: Glæsilegt vallarmet hjá Guðmundi Ágústi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson setti glæsilegt vallarmet af gulum teigum á fyrri hring mótsins árið 2019. Guðmundur lék á 60 höggum, ellefu höggum undir pari. Fyrra met var 62 högg, sett af Oddi Óla Jónassyni, NK árið 2017. Guðmundur Ágúst fékk fimm fugla á fyrri níu holunum (1.,2., 4., 8. og 9). Á seinni níu fékk hann örn á 12. holu og fugla á holum 14, 15, 17 og 18. Þess má geta að Guðmundur Ágúst lék síðari hringinn í mótinu á 64 höggum, en hann hefur átt frábært tímabil og tryggði sér fyrir skömmu keppnisrétt á Challenge-mótaröðina.
Sigurvegarar í Opna Klaki/GR urðu að þessu sinni þeir Þorgeir Ragnar Pálsson úr GÁS og Jóhann Ólafur Jónsson úr GR en þeir komu inn á 96 punktum. Þess má geta að skor keppenda var óvenju gott, sérstaklega fyrri daginn þegar 26 kylfingar fengu 37 punkta eða fleiri, þrátt fyrir nokkurn vind og rigningu á köflum.
1978
Elías Kárason GR
Ólafur H. Johnson GR
1979
Jóhannes Árnason
Gunnar Árnason
1980
Óskar Sæmundsson GR
Steinunn Sæmundsdóttir GR
1981
Stefán Unnarsson
Halldór Ingason
1982
Ragnar Ólafsson GR
Kristinn Ólafsson GR
1983
Loftur Ólafsson NK
Jóhann Einarsson NK
1984
Ólafur Gunnarsson GR
Hafþor Ólafsson GR
1985
Guðmundur Sigurjónsson GS
Ögmundur Ögmundsson GS
1986
Þorsteinn Lárusson GR
Guðlaugur Jóhannsson NK
1987
Jens Guðfinnur Jensson
Leifur Bjarnason
1988
Kristján Hansson GK
Már Gunnarsson GK
1989
Ástráður Sigurðsson GR
Finnur Oddsson GR
1990
Tryggvi Pétursson GR
Þorsteinn Sigurvinsson GR
1991
Böðvar Bergsson GR
Bergur Guðnason GR
1992
Björgvin Þorsteinsson GR
Sveinn Snorrason GR
1993
Sigurður Óli Jensson
Vilhjálmur Hjálmarsson
1994
Ingvar Ágústsson GR
Gunnsteinn Jónsson GK
1995
Stefán Gunnarsson GR
Ólafur H. Jónsson GR
1996
Ingibergur Jóhannsson GR
Steinþór Jónasson GR
1997
Ingibergur Jóhannsson GR
Steinþór Jóhannsson GR
1998
Sæmundur Pálsson GR
Sævar Pétursson GR
1999
Ragnar Már Gunnarsson
Jón Ingþórsson
2000
Haraldur Þórðarson
Guðmundur Hauksson
2001
Hans Isebarn
Matthías Einarsson
2002
Ólafur Björn Loftsson NK
Kári Björn Þorleifsson NK
2003
Jóhannes Eiríksson GR
Björn Steinar Árnason GR
2004
Svanþór Laxdal GKG
Jónas Gunnarsson GR
2005
Gestur Gunnarsson GKG
Jón Guðmundsson GKG
2006
Guðmundur Örn Gylfason GOB
Ágúst Axelsson GR
2007
Ingvar Guðjónsson GG
Bjarki Guðmundsson GG
2008
Bjartmar Daðason GB
Haukur Lárusson GR
2009
Jens Guðfinnur Jensson GR
Guðmundur Karl Gautason GR
2010
Örn Rúnar Magnússon GSF
Garðar Ingi Leifsson GK
2011
Guðjón Grétar Daníelsson GR
Lórenz Þorgeirsson GKG
2012
Snorri Ingvarsson GR
Einar Þór Atlason GK
2013
Hlynur Bergsson GKG
Ásbjörn Freyr Jónsson GKG
2014
Árni Bjarnason GK
Sigurður Gestsson GR
2015
Bjarki Ásgeirsson GSF
Stefán Þór Steinsen GR
2017
Sigurjón Ólafsson
Árni Freyr Sigurjónsson
2019
Þorgeir Ragnar Pálsson GÁS
Jóhann Ólafur Jónsson GR
2020
Magnús Már Magnússon
Bogi Rafn Einarsson