Hjóna- og parakeppni
Read MoreSigurvegarar
Sigurvegarar í Hjóna og parakeppni GR frá því að núverandi verðlaunagripur var tekinn í notkun.
2000
Árni Tómasson
Margrét Birna Skúladóttir
2001
Guðbjörn Þórðarson
Ingibjörg SIgurðardóttir
2002
Ólafur Jónsson
Kristín Guðmundsdóttir
2003
Sigurður Pétursson
Guðrún Ólafsdóttir
2004
Margeir Vilhjálmsson
Herborg Arnarsdóttir
2005
Björgvin Þorsteinsson
Jóna Dóra Kristinsdóttir
2006
Snorri Hjaltason
Brynhildur Sigursteinsdóttir
2007
Pétur Guðmundsson
Guðrún Bachmann
2008
Rut Aðalsteinsdóttir
Sigurþór Þórólfsson
2009
Jóna Dóra Kristinsdóttir
Björgvin Þorsteinsson
2010
Sigrún Ólafsdóttir
Lárus Petersen
2011
Anna Skúladóttir
Brynjólfur Árni Mogensen
2012
Agnes Sigurþórsdóttir
Jóhannes Snæland Jónsson
2013
Signý Marta Böðvarsdóttir
Páll Gunnar Pálsson
2014
Helgi Anton Eiríksson
Kristín Magnúsdóttir
2015
Helgi Anton Eiríksson
Kristín Magnúsdóttir
2016
Guðfinnur Guðnason
Linda Björk Bergsveinsdóttir
2017
Rut Hreinsdóttir
Guðmundur Bjarni Harðarson
2018
Ragnar Baldursson
Bergrún Svava Jónsdóttir
2019
Eysteinn Jónsson
Rakel Þorsteinsdóttir
2020
Hörður Sigurðsson
Laufey V. Oddsdóttir
Þjóðhátíðardagurinn
hefst á golfkeppni
Byrjað var að leika um núverandi verðlaunagrip, útskorið trélistaverk eftir Ara Guðmundsson, fyrrverandi formann klúbbsins, sem gefið var af VISA Ísland árið 2000 og er sennilega fyrirferðamesti verðlaunagripur sem keppt er um á mótum klúbbsins. Samkvæmt reglum mótsins er verðlaunagripurinn ávallt í geymslu klúbbsins.
Hjóna- og parakeppni GR hefur farið fram á júní og á síðustu árum hefur sú hefð myndast að halda mótið að morgni 17. júní. Ræst er út á öllum teigum samtímis og leikið er með ,,greensome" keppnisfyrirkomulagi, þar sem bæði hjónin slá teighögg, en síðan slá keppendur til skiptis út holuna. Helsti kostur þess fyrirkomulag er sú að keppni gengur hratt fyrir sig, svo nægur tími er eftir að deginum til að drekka í sig þjóðhátíðarstemminguna. Að loknum leik koma keppendur saman í klúbbhúsi, snæða léttan hádegisverð og fylgjast með verðlaunaafhendingu.
Mótið hefur oftar farið fram á Korpúlfsstaðavelli en á síðustu árum virðist vera sem stefnan sé að skipta því á milli valla, en keppt var á Grafarholtsvelli árin 2014 og 2016.
Verðlaunagripurinn er farandgripur og vinnst ekki til eignar, en tvö pör hafa sigrað á mótinu tvisvar. Jóna Dóra Kristinsdóttir og Björgvin Þorsteinsson árin 2005 og 2009 og þau Helgi Anton Eiríksson og Kristín Magnúsdóttir 2014 og 2015.