Saga og Axel fyrstu handhafar GR-bikarsins

Í ágúst 2016 var í fyrsta skipti keppt um GR-bikarinn í bæði karla- og kvennnaflokki á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni á Grafarholtsvelli, en Golfklúbbur Reykjavíkur hafði með höndum umsjá mótsins og lagði til stórglæsilega farandgripi til sigurvegara mótsins.

Þetta var jafnframt síðasta stigamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni og því ljóst að sigurvegararnir í heildarstigakeppninni yrðu krýndir í mótslok. Mótið var firnasterkt, þar sem fjórir erlendir atvinnukylfingar tóku þátt í mótinu í karlaflokki. Mikið var lagt í skreytingar við völliinn og mótið var gríðarlega vel kynnt á samfélagsmiðlum, enda vonuðust aðstandendur eftir því að áhorfendur fjölmenntu. Aðsókn var undir væntingum og skipti litlu, þó einn keppandinn, Magnús Lárusson úr Golfklúbbnum Jökli á Ólafsvík,  hafi hjálpað til með því að setja sitt fyrsta högg á mótinu beint í holu af 300 metra færi, en það er í fyrsta skipti sem kylfingur nær draumahögginu á fyrstu holunni í rúmlega fimmtíu ára sögu vallarins.

Handhafar GR-bikarsins urðu þau Saga Traustadóttir GR og Axel Bóasson GK, en Axel fékk einnig flestu heildarstig úr mótum sumarsins. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hlaut flestu stigin í kvennaflokkinum, en bæði fengu peningaverðlaun fyrir árangurinn.

Magnús Lárusson, GJÓ, nær í bolta sinn í holu, eftir fyrsta högg sitt í keppninni um GR-bikarinn.


Powered by SmugMug Owner Log In