Teikning Rube af vellinum í Mjóumýri
Teikning Rube Arneson, golkennara hjá Golfklúbbi Íslands 1938-9 af golfvellinum í Mjóamýri. Walt, yngri bróðir Rube hannaði golfvöllinn að mestu leiti árið 1936 en sá aldrei hugmyndir sínar í ,,praxis" þar sem hann hafði yfirgefið landið þegar golfvöllurinn opnaði þann 20. júlí 1937. Rube kom ári síðar og hefur sennilega fengið það verkefni að ljúka hönnun vallarins. Í Kylfingi 1938 segir meðal annnars: ,,Og Rube hefir ekki legið á liði sínu. Nú síðustu dagana hefir hann setið á teiknistofu Golfklúbbsins og teiknað „semi-permanent greens", sandgryfjur og fleiri forvöð fyrir kylfur og bolta, sem búa á út í nánustu framtíð á vellinum." Númeraröð á teikningu Rube er talsvert frábrugðin þeirri númeraröð sem leikin var við vígslu vallarins 1938 eins og sést á teikningunni. Teikning Rube hefur hangið á vegg í mótaherbergi klúbbsins í Grafarholti.