2018 (Fréttaannáll af gr.golf.is)
Read More4. JANÚAR 2018 Hátt í 200 GR-félagar mættu til leiks í Áramótapúttmót sem boðað var til á gamlársdag. Spilaðar voru 18 holur og svo var boðið uppá kaffi, kökur og konfekt fyrir og eftir leik og myndaðist góð stemning meðal þátttakenda. Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir fimm efstu sætin. Baráttan um verðlaunin var hörð og kom „heimavöllurinn“ sterkur inn þar sem þrír af fimm verðlaunahöfum eru úr heldra genginu sem púttar 6 sinnum í viku allan veturinn. Sem segir okkur að æfingin skapar meistarann. Úrslitin urðu eftirfarandi: Þrír voru efstir og jafnir á 25 höggum og hlaut Haukur V. Guðmundsson efsta sætið eftir hlutkesti og Jónas Þorvaldsson varð annar. Stórkylfingurinn Guðmundur Ágúst var að láta sér nægja þriðja sætið. Fjórða varð Ólöf Inga á 26 höggum með betri seinni hring en Hannes G. Sigurðsson sem var fimmti.
MERCEDES-BENZ BIKARINN – FRAMHALD VERÐUR Á HOLUKEPPNI GR
8 FEBRÚAR 2018 Golfklúbbi Reykjavíkur er sönn ánægja að kynna félagsmönnum sínum að framhald verði á Mercedes-Benz Holukeppni GR sem leikin var í fyrsta sinn sumarið 2017. Mikil ánægja var meðal félagsmanna vegna fjölbreyttara mótahalds og mjög góð þátttaka í mótinu. Gerður hefur verið samningur til næstu tveggja ára við Mercedes-Benz sem styrktaraðili mótsins og fögnum við því samstarfi. Sigurvegari Mercedes-Benz bikarsins hlýtur í verðlaun árgjald í GR fyrir árið 2019 og afnot af Mercedes-Benz bifreið í heila viku. Verðlaun fyrir annað sætið verður flugmiði til Evrópu auk afnota af Mercedes-Benz bifreið í heila viku. Í lok sumars verður svo öllum keppendum mótsins boðið til lokahófs í boði Mercedes-Benz á Korpúlfsstöðum. Um er að ræða glæsilegt lokahóf þar sem meðal annars verður dregið úr gjafabréfum til Evrópu. Við ætlum að halda áfram að hafa skemmtilegt á völlum okkar á árinu 2018 og verður fyrirkomulag mótsins eftirfarandi: Keppni hefst með 18 holu forkeppni sem stendur í heila viku, bæði fyrir karla og konur. Aldurstakmark er 19 ára og eldri. Hver keppandi má leika allt að 7 hringi í forkeppninni í þeirri viku sem forkeppnin stendur. Forkeppnin er punktakeppni Stabelford með fullri forgjöf. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Punktahæsti hringurinn gildir ef þátttakandi kaupir fleiri en einn hring í forkeppninni. Ef fleiri en 128 keppendur skrá sig til leiks, komast 128 punktahæstu keppendurnir áfram í holukeppnina. Séu þátttakendur færri en 128 þá eru 64 keppendur sem komast í holukeppni (ef færri þá 32 eða 16). Dregið verður um leikröð milli þeirra sem komast áfram í holukeppnina. Þegar búið er að draga í fyrstu umferð raðast sjálfkrafa í næstu umferðir samkvæmt töflu sem birt verður áður en mótið hefst. Eftir forkeppni verður birt hverjir mætast í útsláttarkeppninni. Gefin verða upp símanúmer og netföng keppenda. Einnig verða gefin upp tímamörk fyrir hverja umferð keppninnar. Keppendur sem mætast í hverjum leik fyrir sig koma sér saman um leikdag og leiktíma. Þeir geta komið sér saman um völl, hvort sem er Grafholtsvöll eða Korpúlfsstaðavöll. Einnig geta þeir komið sér saman um að leika á einhverjum vinavalla GR. Holukeppnin er leikin með forgjöf sem fer þannig fram að mismunur á leikforgjöf keppenda raðast á 18 holur samkvæmt erfiðleikastuðli forgjafar eins og fram kemur á skorkorti. Keppendur taka leikforgjöf samkvæmt forgjafartöflu. Þó skal engin keppandi fá hærri leikforgjöf en 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Mynd: F.v. Ásgrímur Helgi Einarsson sölustjóri Mercedes-Benz, Arna Rut Hjartardóttir Markaðsfulltrúi, Ómar Örn Friðriksson framkvæmdastjóri GR og Atli Þór Þorvaldsson mótsstjóri. -grgolf
LÁRA EYMUNDSDÓTTIR ER PÚTTMEISTARI GR KVENNA ÁRIÐ 2018
21. MARS 2018 Skemmtilegri og spennandi púttmótaröð er nú lokið. Líkt og undanfarin ár var frábær þátttaka í púttmótaröð GR kvenna en tæplega tvöhundruð konur skráðu sig til leiks í upphafi vetrar. Að meðaltali mættu um 130 konur á hverju púttkvöldi en púttað var vikulega á þriðjudögum. Í ár var bætt við einu kvöldi svo alls töldu púttkvöldin níu skipti. Tveir hringir voru spilaðir hvert kvöld þar sem betri hringur taldi og til púttmeistara töldu 4 bestu hringirnir. Mótaröðinni lauk með krýningu á Púttmeistara GR kvenna 2018 í lokahófi á Korpunni þar sem konur gæddu sér á ljúfum veitingum frá Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Eftir að kylfingar höfðu frá byrjun skipst á að verma toppsæti keppninnar tryggði Lára Eymundsdóttir sér sigurinn í mótinu Lára spilaði vel á öllum púttkvöldunum en segja má að frammistaða hennar næstsíðasta skiptið þegar hún fór völlinn á 25 höggum, hafi fest hana í sessi á toppnum. Lára fór fjóra bestu hringina sína á samtals 105 höggum sem er besta frammistaða í þessari púttkeppni svo vitað sé, um árabil. Önnur í mótinu varð Írís Ægisdóttir á 110 höggum og jafnar í þriðja sæti voru Hrund Sigurhansdóttir og Kristín Hassing. Konur röðuðu sér svo þétt á eftir þeim efstu. Aldeilis flott frammistaða og örugglega ávísun á það sem koma skal hjá okkar konum í sumar. GR konur óska Láru Eymundsdóttur innilega til hamingju með frábæran árangur. Við þökkum þátttökuna í púttmótaröðinni. Það styttist í vorið og við bíðum eflaust flestar spenntar eftir því að spretta út á græna grund og njóta golfs og samveru. Meðfygjandi er lokastaðan eftir 9 púttkvöld Framundan í starfinu eru árlegt fræðslu- og reglukvöld í lok apríl sem verður auglýst síðar. Vorferðin okkar verður farin laugardaginn 12.maí. Endilega takið þann dag frá. Þá förum við á vit ævintýranna og spilum golf í sveit. Líkt og í fyrra verður þetta vissuferð, við ætlum að eiga góða dagsstund saman á Selsvelli á Flúðum. Skráning verður auglýst þegar nær dregur. Vorferðin hefur verið á meðal skemmtilegustu viðburða í starfi GR kvenna, eitthvað sem engin má missa af. Þá má geta þess að ákveðið hefur verið að bæta við tveimur mótum í Sumarmótaröðina frá því sem áður hefur verið. Við hefjum leik miðvikudaginn 16.mai og spilað verður annan hvern miðvikudag fram í lok ágúst, alls átta skipti. Svo er meistaramótið á sínum stað í júlí og haustmót GR kvenna í byrjun september. Við í kvennanefndinni hlökkum mikið til að starfa með ykkur áfram í vor og sumar, allar ábendingar um starfið eru vel þegnar sem og ef þið hafið möguleika á að aðstoða með vinninga fyrir komandi mót. Kær kveðja Kvennanefnd GR putt_9_2018.pdf Elín Sveins, Eygló, Guðný S, Íris Ægis, Ragnheiður Helga, Sandra Margrét, Sigríður Oddný og Unnur Einars. -grgolf
AFREKSSJÓÐUR FORSKOTS: ÁTTA ATVINNUKYLFINGAR FÁ STYRK, ÞAR AF FJÓRIR ÚR GR
22. MARS 2018 Afrekssjóður Forskot úthlutaði nýlega styrkjum til kylfinga og voru alls átta atvinnukylfingar sem fengu styrk að þessu sinni, þar af fjórir úr GR. Þeir atvinnukylfingar sem hlutu styrki voru: Andri Þór Björnsson (GR) Axel Bóasson (GK) Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK). Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR) Haraldur Franklín Magnús (GR) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Aðstandendur sjóðsins eru ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Árið 2018 eru tveir íslenskir atvinnukylfingar, leika á sterkustu mótaröðunum. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Þetta er annað árið í röð þar sem þær eru á sterkustu atvinnumótaröðunum. Ólafía er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og Valdís á LET Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson eru báðir með keppnisrétt á næst sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Er þetta í fyrsta sinn sem tveir íslenskir karlar eru með keppnisrétt á þessari mótaröð á sama tíma. Haraldur Franklín, Andri Þór og Guðmundur Ágúst keppa allir á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og Guðrún Brá mun keppa á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu tímabili. Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Vörður tryggingar bættist í hópinn árið 2016 og Bláa Lónið árið 2017. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni. Um sjóðinn Forskot afrekssjóður var stofnaður um mitt ár 2012 og þann 14. júní sama ár var í fyrsta sinn úthlutað úr sjóðnum. Markmiðið með stofnun Forskots afrekssjóðs árið 2012 var að búa til reynslu og þekkingarbrunn sem skili sér til kylfinga framtíðarinnar og ungir kylfingar geti litið til í sínum framtíðaráætlunum. Sjóðurinn hefur frá upphafi beint sjónum sínum að fimm kylfingum á hverjum tíma og leitast við að gera þeim auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi. Frá því að Forskot afrekssjóður var settur á laggirnar hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið enn meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum áfram inn á nýjar brautir. Ríkar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna um ráðstöfun styrkjanna. Ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern kylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar. Þeir kylfingar sem fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði eru sterkar fyrirmyndir. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er stór og mikilvægur þáttur í því að fá börn og unglinga til að sinna íþróttum. Því er litið á sjóðinn sem mikilvægt skref til að efla íþróttir barna og unglinga og hvetja þau til dáða. Einn fulltrúi frá þeim sem aðild eiga að Forskoti er í stjórn sjóðsins og auk þess hefur stjórn sér til ráðgjafar fagteymi sem gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum. Nánari upplýsingar á forskot.is
LOKASTAÐAN Í ECCO-PÚTTMÓTARÖÐINNI 2018
26. MARS 2018 Jóhann Sigurðsson er besti púttari klúbbsins skv. Ecco-púttmótaröðinni 2018. Hann náði forystu fyrir síðustu umferðina en naum var hún og allt gat gerst en þá gerði Jóhann sér lítið fyrir og jafnaði gamalt met Kristjáns Ólafssonar sem eru 49 pútt. Jóhann lék því 36 holurnar á 23 undir pari og landaði öruggum sigri og kemur til meða að ganga í sumar um golfvelli landsins á golfskóm í nýjustu línunni frá ECCO. Ragnar Ólafsson varð annar og á hæla hans kom svo Jón Þór Einarsson. Lið 13, með Jón Þór fremstan í flokki annars góðra púttara, rúllaði upp liðakeppninni með yfirburðum. Aðrir meðlimir liðsins eru Kristmundur, Guðmundur Þorri og Guðmundur Björnsson. Tannlæknarnir í lið 28 er lið lokaumferðarinnar. Liðið skipa þeir Jói Gísla, Sæbjörn, Sæmi Páls og Ögmundur Máni, varamaður er Hannes Ríkharðsson og eiga þeir 6000 kr. upp í hermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum – til hamingju með það piltar. Sérstakar þakkir fá þeir félagar komu færandi hendi til mín með verðlaun þetta árið. Þar vil ég fremstan telja Ragnar Ólafsson, í banka allra landsmanna eins og hann orðar það, sem hefur stutt púttmótaröðina alla mína tíð að minnsta kosti. Öðlingurinn Guðmundur Björnsson í Flotun er alltaf traustur, Jói í Innnes er betri en enginn og nýliðinn Geir Hlöðver hjá Stjörnugrís kom sterkur inn í ár með tvo glæsilega vinninga. Þakka einng þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem finnst bara sjálfsagt að styrkja svona félagsskap hjá GR.
BREYTINGAR Á KORPU: FÆRSLA TVEGGJA TEIGA FORSMEKKUR AÐ ÞVÍ SEM KOMA SKAL
11. MAÍ 2018 Ásamt því að undirbúa opnun Korpunnar á morgun, laugardag, hafa vallarstarfsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur unnið hörðum höndum að framkvæmdum á 16., 18. og 20. braut vallarins, sem reiknað er með að geri góðan völl enn betri og skemmtilegri fyrir sem flesta, ef ekki alla kylfinga. Gerður hefur verið nýr gulur teigur á 20. braut, talsvert lengra til vinstri en sá gamli. Þannig er ekki lengur slegið yfir brúna. Nýi teigurinn var staðsettur í góðu samstarfi við Stangveiðifélag Reykjavíkur, sem felur m.a. í sér að kylfingar noti gamla teiginn ef og þegar veiðistaður framan við hinn nýja teig er í notkun. Með færslu þessa teigs fær sá gamli nýtt hlutverk sem rauður teigur á 18. braut. Hún styttist þannig verulega gagnvart notendum rauðra teiga, en til þessa hafa þeir þurft að slá boltann á flugi um 70 metra til að komast yfir ána, oft í norðan-mótvindi. Þessu nýja hlutverki hafa fylgt ýmsar framkvæmdir, eins og færsla trjáa og stígagerð, auk þess sem litla göngubrúin yfir Korpu heyrir sögunni til vegna stöðugs ágangs náttúruaflanna í síendurtekinna viðgerða. Þannig munu allir kylfingar nota gömlu Thor Jensen-brúna á hægri hönd, frá tíð mjólkurbús hans að Korpúlfsstöðum, þegar 18. braut er leikin. Einnig er vinna hafin við að fullgera aðgreiningu 16. brautar frá gömlu 15. holunni sem lá öll meðfram Korpu, með gerð nýrra hóla og sandgryfja vinstra megin við 16. flöt. Til þessara framkvæmda hefur GR notið liðsinnis frá Edwin Roald golfvallaarkitekt og er reiknað með að það samstarf haldi áfram, m.a. við gerð nýrra fremri teiga á 17. braut. (grgolf.is)
VORFERÐ GR KVENNA VAR FARIN Á LAUGARDAG - FRÁBÆR ÞÁTTTAKA
14. MAÍ 2018 Árleg vorferð GR kvenna var farin um helgina. Þátttakan var frábær, 110 konur mættu til leiks. Að þessu sinni var spilað á Selsvelli á Flúðum og var mótsfyrirkomulag punktakeppni í 4 manna Texas Scramble. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við GR konur og stemningin verið góð í hópnum. Völlurinn var nokkuð blautur eftir kalda og vætusama tíð í vor en GR konur létu það ekki á sig fá. Spiluðu bara sitt draumagolf eins og enginn væri morgundagurinn. Að loknu móti var boðið upp á gómsætar súpur með brauði og salati að hætti veitingafólks í Golfklúbbi Flúða á Efra Seli. Þökkum við stjórnendum og starfsfólki Selsvallar fyrir góða þjónustu og viðmót. Það var allt eins og best verður á kosið. Úrslit voru sem hér segir: 1.sæti á 43 punktum Guðrún Ýr Birgisdóttir, Ruth Einarsdóttir, Guðný Eysteinsdóttir og Marólína Erlendsdóttir. 2.sæti á 39 punktum Þórdís Bragadóttir, Rut Hreinsdóttir, Margrét Richter og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir. 3.sæti á 38 punktum Elsa Kristín Elísdóttir, Margrét Björk Jóhannsdóttir, Dagný Erla Gunnarsdóttir og Úlfhildur Elísdóttir. Næstar holu: 2. braut var Jóhanna 5. braut var það Þóra Halldórs 9. braut Berglind Þórhallsdóttir 11. braut var það Ruth Einarsdóttir Lengsta teighögg á 18. braut átti Guðrún Ýr Birgisdóttir. Veitt voru vegleg verðlaun og dregið var úr fjölda skorkorta. (grgolf.is)
RAGNAR BALDURSSON OG BERGRÚN SVAVA JÓNSDÓTTIR SIGURVEGARAR Í HJÓNA OG PARAKEPPNI 2018
17. JÚNÍ 2018 Hjóna og parakeppni GR fór fram í dag sunnudaginn 17.júní í Grafarholtinu. Þátttakan var ótrúlega góð enda um skemmtilegt fyrirkomulag að ræða. Keppnin var mjög jöfn en þrjú pör voru jöfn í 1-3 sæti. Ragnar Baldursson og Bergrún Svava Jónsdóttir voru best á seinni níu holunum og voru því krýnd Hjóna og parakeppnis sigurvegarar árið 2018. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins. Í verðlaun voru Ecco golfskór, Ecco golfpokar, Ecco regnhlífar og skópokar. Í nándarverðlaun voru ostakörfur. Úrslitin voru eftirfarandi: 1.sæti – Ragnar Baldursson og Bergrún Svava Jónsdóttir 67 nettó 2.sæti – Gunnar Þór Gunnarsson og Ísey Hrönn Steinþórsdóttir 67 nettó 3.sæti – Agnar Rúnar Agnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir Nándarverðlaun 2.braut – Björn S Björnsson 1,71 m 6.braut – Guðmundur Arason 1,09 m 11.braut – Helga Lára Bjarnadóttir 1,03 m 17.braut – Hafliði Halldórsson 9,93 m Önnur úrslit úr mótinu eru meðfylgjandi hér að neðan. Hjóna og para18.xls (grgolf)
ÍSLANDSMÓT Í HÖGGLEIK UNGLINGA FÓR FRAM UM HELGINA – FRÁBÆR ÁRANGUR HJÁ FRAMTÍÐ KLÚBBSINS
25. JÚNÍ 2018 Íslandsmót í höggleik unglinga fór fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja um helgina, Hólmsvöllur í Leirunni var í góðu ástandi og átti framtíð GR góðu gengi að fagna í mótinu en af 148 keppendum voru 30 skráðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þó að völlurinn hafi verið í góðu ásigkomulagi þá voru aðstæður oft á tíðum erfiðar en rok, rigning og kuldi settu svip sinn á mótið. Keppt var í alls sjö flokkum og eignaðist klúbburinn Íslandsmeistara í fjórum þeirra ásamt fleiri verðlaunasætum í mótinu. Gaman er að segja frá því að systkinin Dagbjartur Sigurbrandsson og Perla Sól Sigurbrandsdóttir urðu bæði Íslandsmeistara í sínum flokkum, Jóhannes Guðmundsson sigraði eftir bráðabana gegn Hákoni Erni, líka úr GR, í flokki 19-21 árs. Bjarni Þór Lúðvíksson varð Íslandsmeistari í drengjaflokki, 14 ára og yngri og Ísleifur Arnórsson varð jafn í 2.-3. sæti í sama flokk. Nína Margrét Valtýsdóttir fylgdi Perlu Sól á eftir og varð í 2. sæti í flokki stúlkna, 14 ára og yngri og að lokum endaði Viktor Ingi Einarsson í 3. sæti í flokki 17-18 ára. ÁSKORENDAMÓTARÖÐ ÍSLANDSBANKA Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór einnig fram um helgina og var leikin á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar og stóðu okkar krakkar sig vel þar, þessir GR-ingar unnu til verðlauna á mótaröðinni: 1. sæti Pamela Ósk Hjaltadóttir – 10 ára og yngri stúlku 1. sæti Hjalti Kristján Hjaltason - 10 ára og yngri pilta 1. sæti Lilja Grétarsdóttir – 12 ára og yngri stúlkur 3. sæti Þóra Sigríður Sveinsdóttir – 12 ára og yngri stúlkur 3. sæti Daníel Björn Baldursson – 12 ára og yngri piltar 2-3. sæti Arnór Már Atlason – 14 ára og yngri piltar 2-3. sæti Jóhann Frank Halldórsson – 14 ára og yngri piltar (grgolf.is)
ÍSLANDSMÓT Í HOLUKEPPNI: RAGNHILDUR KRISTINSDÓTTIR SIGRAÐI ORIGO BIKARINN
1. JÚLÍ 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR stóð uppi sem sigurvegari í dag á Íslandsmótinu í holukeppni, Origo bikarnum, sem leikið var á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Origo bikarinn er hluti af Eimskipsmótaröðinni sem jafnframt er mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Rúnar Arnórsson úr Keili Hafnarfirði sigraði í karlaflokki eftir 3/2 sigur gegn félaga sínum Birgi Magnússyni. Origo-bikarinn fór nú fram í 31. skipti en fyrst var keppt á Íslandsmótinu í holukeppni árið 1988 og er þetta í fyrsta sinn sem Ragnhildur og Rúnar fagna sigri á mótinu. Ragnhildur sigraði 2/1 sigur gegn Helgu Kristínu Einarsdóttir úr Keili, hún vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni nokkuð örugglega. Í 8-manna úrslitum sigraði hún Andreu Ýr Ásmundsdóttur (GA) (7/5), í undanúrslitum hafði hún betur gegn Huldu Clöru Gestsdóttur (GKG) (3/2), og úrslitaleikurinn endaði með 2/1 sigri Ragnhildar gegn Helgu Kristínu. Alls voru 32 karlar og 24 konur sem hófu keppni s.l. föstudag en leikin var riðlakeppni í fyrstu þremur umferðunum. Efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komust áfram í átta manna úrslit. Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) varð nýverið Íslandsmeistari unglinga í flokki 15-16 ára. Hulda Clara varð þriðja í kvennaflokknum eftir að hafa lagt Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 4/3. Ingvar Andri Magnússon (GKG) varð þriðji í karlaflokki eftir að hafa lagt Andra Má Óskarsson úr GHR 3/2. Ingvar Andri varð á dögunum Íslandsmeistari unglinga í flokki 17-18 ára og er því að leika vel þessa dagana. (grgolf.is)
HARALDUR FRANKLÍN FYRSTUR ÍSLENSKRA KARLKYLFINGA Á RISAMÓT – THE OPEN
3. JÚLÍ 2018Haraldur Franklín Magnús skrifaði í dag nýjan kafla í golfsögu Í slands í dag þegar hann endaði í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska Meistaramótið á The Princes vellinum á Englandi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur karlkylfingur tryggir sér keppnisrétt á risamóti en hið sögufræga mót, The Open, mun fara fram á Carnoustie dagana 19.-22. júlí. Haraldur lék 36 holur í dag á -2 samtals sem tryggði honum annað sætið. Tom Lewis frá Englandi varð efstur á -4, Haraldur á -2 og Retief Goosen frá Suður-Afríku varð þriðji á -1 samtals. Goosen er einn þekktasti kylfingur Suður-Afríku en hann hefur tvívegis sigrað á Opna bandaríska meistaramótinu. Við óskum Haraldi til hamingju með þennan frábæra árangur og hlökkum til að fylgjast með honum á stóra sviðinu. Úrslit úr úrtökumótinu má finna hér (grgolf.is)
LOKAHÓF OG VERÐLAUNAAFHENDING YNGRI FLOKKA FÓR FRAM Í KVÖLD
10. JÚLÍ 2018 Lokahóf og verðlaunaafhending Meistaramóts barna og unglinga fór fram í Grafarholtinu fyrr í kvöld og mættu krakkarnir sátt eftir leiki undanfarinna daga. Úrslit yngri flokka urðu þessi: 10 ára og yngri hnátur 1.sæti: Pamela Ósk Hjaltadóttir – 284 högg 10 ára og yngri hnokkar 1.sæti: Hjalti Kristján Hjaltason- 273 högg 2.sæti: Tryggvi Jónsson – 279 högg 3.sæti: Benedikt Líndal Heimisson – 375 högg 11-14 ára strákar 0-23,9 1.sæti: Bjarni Þór Lúðvíksson – 230 högg 2.sæti: Elías Ágúst Andrason – 243 högg 3.sæti: Ísleifur Arnórsson – 254 högg 11-14 ára strákar 24-54 1.sæti: Daníel Björn Baldursson – 319 högg 2.sæti: Nói Árnason – 359 högg 3.sæti: Daníel Smári Arnþórsson – 426 högg 11-14 ára stelpur 0-23,9 1.sæti: Brynja Valdís Ragnarsdóttir – 278 högg 2.sæti: Auður Sigmundsdóttir – 289 högg 3.sæti: Helga Signý Pálsdóttir – 309 högg 11-14 ára stelpur 24-54 1.sæti: Lilja Grétarsdóttir – 365 högg 2.sæti: Berglind Ósk Geirsdóttir – 380 högg 3.sæti: Elísabet Ólafsdóttir – 399 högg 15-16 ára strákar 1.sæti: Kjartan Sigurjón Kjartansson – 240 högg 2.sæti: Egill Orri Valgeirsson – 246 högg, vann í bráðabana 3.sæti: Finnur Gauti Vilhelmsson – 246 högg 17-18 ára strákar 1.sæti: Páll Birkir Reynisson – 252 högg 2.sæti: Oddur Stefánsson – 255 högg (grgolf.is)
MEISTARAMÓT: NÝR KLÚBBMEISTARI KRÝNDUR, ÚRSLIT
15. JÚLÍ 2018 Nýr klúbbmeistari GR var krýndur á lokahófi Meistaramóts GR 2018 sem haldið var á annari hæð Korpunnar í gær. Dagbjartur Sigurbrandsson sigraði meistaraflokkinn á 283 höggum en í meistaraflokki kvenna var það Ragnhildur Sigurðardóttir sem tók titilinn, hún lék hringina fjóra á 298 höggum. Við óskum klúbbmeisturum GR 2018 innilega til hamingju með árangurinn. Keppendur fengu fínasta golfverður á lokadegi mótsins og voru kylfingar almennt ánægðir með vikuna sem leið þó að veðrið hafi ekki leikið við okkur á fystu dögunum. Öll úrslit úr mótinu og stöðu má finna á golf.is en helstu úrslit flokkana voru þessi: 70 ára og eldri karlar 1 Gunnsteinn Skúlason 244 2 Bogi Ísak Nilsson 257 3 Guðmundur S. Guðmundsson 268 50 ára+ konur fgj. 26,5-54 1 Kristbjörg Steingrímsdóttir 343 2 Guðrún Jónsdóttir 358 3 Sólveig Jóhanna Haraldsdóttir 400 50 ára+ karlar fgj. 20,5-54 1 Sveinbjörn Örn Arnarson 312 2 Ólafur I Halldórsson 314 3 Kristján Helgason 315 50 ára+ konur fgj. 16,5-26,4 1 Sólveig Guðrún Pétursdóttir 287 2 Rebecca Oqueton Yongco 303 3 Ágústa Hugrún Bárudóttir 307 50 ára+ karlar fgj. 10,5-20,4 1 Halldór Eiríksson 256 2 Haukur Guðjónsson 266 3 Sigurjón Þ. Sigurjónsson 266 50 ára+ konur fgj. 0-16,4 1 Ásgerður Sverrisdóttir 242 2 Steinunn Sæmundsdóttir 254 3 Guðrún Garðars 259 50 ára+ karlar fgj. 0-10,4 1 Grímur Þórisson 225 2 Sigurður Pétursson 230 3 Ellert Þór Magnason 233 5. flokkur karla 1 Bragi Hilmarsson 90 punktar 2 Geir Óskar Hjartarson 72 punktar 3 Hafsteinn Sigurjónsson 68 punktar 4. flokkur kvenna 1 Anna Sverrisdóttir 88 punktar 2 Ásta Björk Styrmisdóttir 86 punktar 3 Helga Tryggvadóttir 62 punktar 4. flokkur karla 1 Unnar Karl Jónsson 119 punktar 2 Björn Harðarson 99 punktar 3 Bragi Már Bragason 96 punktar 3. flokkur kvenna 1 Hildur Ríkarðsdóttir 96 punktar 2 Kristín Halla Hannesdóttir 87 punktar 3 Elsa Björk Pétursdóttir 86 punktar 3. flokkur karla 1 Magnús Gunnarsson 283 2 Guðfinnur Magnússon 284 3 Ellert Unnar Sigtryggsson 286 2. flokkur kvenna 1 Irma Mjöll Gunnarsdóttir 397 2 Guðlaug Kristín Pálsdóttir 400 3 Rut Hreinsdóttir 416 2. flokkur karla 1 Guðmundur Óli Magnússon 332 2 Þórður Jónsson 335 3 Haukur Guðjónsson 340 1. flokkur kvenna 1 Ásta Óskarsdóttir 352 2 Signý Marta Böðvarsdóttir 360 3 Guðrún Másdóttir 375 1. flokkur karla 1 Bogi Nils Bogason 310 2 Óttar Helgi Einarsson 311 3 Jóhann Sigurðsson 312 Meistaraflokkur kvenna 1 Ragnhildur Sigurðardóttir 298 2 Halla Björk Ragnarsdóttir 307 3 Eva Karen Björnsdóttir 321 Meistaraflokkur karla 1 Dagbjartur Sigurbrandsson 283 2 Hákon Örn Magnússon 286 3 Sigurður Bjarki Blumenstein 290 (grgolf.is)
ÍSLANDSMÓT ELDRI KYLFINGA - JÓN HAUKUR, ÁSLAUG, ÞÓRDÍS OG TRYGGVI ÍSLANDSMEISTARAR
31. JÚLÍ 2018 Íslandsmót eldri kylfinga (+50) í samstarfi við Icelandair fór fram á Urriðavelli. Mótið var í umsjón Golfklúbbsins Odds og fjórir kylfingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli í dag Keppt var tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, +50 og +65. Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar. Við óskum Íslandsmeisturunum til hamingju með titlana. Myndir af þeim verða teknar á verðlaunaafhendingunni á lokahófinu í kvöld. Lokastaðan Karlar 65+ 1. Jón Haukur Guðlaugsson, GR (80-88-78) 246 högg (+33) 2. Þorsteinn Geirharðsson, GS (87-86-83) 256 högg (+43) 3. Óskar Sæmundsson, GR (79-97-84) 260 högg (+47) 4. Þór Geirsson, GO (83-85-94) 262 högg (+49) 5. Hans Óskar Isebarn, GM (91-85-90) 266 högg (+53) 6. Gunnlaugur Ragnarsson, GK (83-91-94) 268 högg (+55) 7. Gunnar Árnason, GKG (94-92-85) 271 högg (+58) 8. Þórhallur Sigurðsson, GK (90-92-93) 275 högg (+62) 9. Ingvi Árnason, GB (92-94-90) 276 högg (+63) 10. Guðmundur Ágúst Guðmundsson, GK (98-94-85) 277 högg (+64) Konur 65+ 1. Áslaug Sigurðardóttir, GKB (99-99-102) 300 högg (+87) 2. Sólveig Björk Jakobsdóttir, GK (98-104-103) 305 högg (+92) 3. Þuríður E Pétursdóttir *frávísun Konur 50+ 1. Þórdís Geirsdóttir, GK (79-82-76) 237 högg (+24) 2. Ásgerður Sverrisdóttir, GR (83-80-82) 245 högg (+32) 3. Svala Óskarsdóttir, GL (88-86-81) 255 högg (+42) 4. Guðrún Garðars, GR (85-94-80) 259 högg (+46) 5. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG (86-88-86) 260 högg (+47) 6.-7. Steinunn Sæmundsdóttir, GR (90-89-83) 262 högg (+49) 6.-7. María Málfríður Guðnadóttir, GKG (84-87-91) 262 högg (+49) 8. Elísabet Böðvarsdóttir, GKG (85-95-91) 271 högg (+58) 9. Kristín Sigurbergsdóttir, GK (86-90-96) 272 högg (+59) 10. Helga Gunnarsdóttir, GK (91-100-83) 274 högg (+61) Karlar 50+ 1. Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ (72-78-77) 227 högg (+14) 2. Guðmundur Arason, GR (70-80-83) 233 högg (+20) 3. Frans Páll Sigurðsson, GK (79-78-79) 236 högg (+23) 4. Guðni Vignir Sveinsson, GS (78-87-72) 237 högg (+24) 5. Gunnar Þór Halldórsson, GK (76-86-76) 238 högg (+25) 6. Gauti Grétarsson, NK (82-81-75) 238 högg (+25) 7.-8. Björgvin Þorsteinsson, GA (79-85-75) 239 högg (+26) 7.-8. Ólafur Auðunn Gylfason, GA (83-78-78) 239 högg (+26) 9. Gunnar Páll Þórisson, GKG (86-81-75) 242 högg (+29) 10. Bergur Konráðsson, GEY (81-86-75) 242 högg (+29) Alls voru 105 keppendur skráðir til leiks, 26 konur og 79 karlar. Meðalforgjöfin í karlaflokki er 9,4. Tryggvi Valtýr Traustason úr Golfklúbbi Öndverðarness er með lægstu forgjöfina í karlaflokki en hann er með 1,7. Einar Long úr GR er þar næstur með 1,9 og Guðmundur Arason úr GR með 2,4. Í kvennflokki er meðalforgjöfin 11,9. Þórdís Geirsdóttir úr Keili er með lægstu forgjöfina eða 3,1. Þar á eftir kemur Svala Óskarsdóttir úr GL með 5,8 og Ragnheiður Sigurðardóttir úr GKG með 6.8. Eins og áður segir eru keppendur alls 105 og koma þeir frá alls 19 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir þeirra koma frá Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbnum Keili eða 22 frá hvorum klúbbi fyrir sig. GKG er með 14 keppendur. (grgolf.is)
RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR SIGRAÐI Á EINVÍGINU Á NESINU
7. ÁGÚST 2018 Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í sólríku en nokkuð vindasömu veðri í dag. Þetta var í 22. skiptið sem mótið er haldið og eins og alltaf var það haldið til styrktar góðu málefni tengt börnum, nú Barnaspítala Hringsins. Sigurvegari mótsins varð að lokum Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir æsispennandi lokaholu þar sem hún atti kappi við Alfreð Brynjar Kristinsson á síðustu holu mótsins. Ragnhildur hefur nú sigrað á mótinu tvisvar en hún sigraði einnig árið 2003. Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins. Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og Kristinn Ólafsson formaður Neskúbbsins afhenti að lokum Þránni Rósmundssyni frá Barnaspítala Hringsins ávísun frá Nesklúbbnum að upphæð 500.000 krónur. Úrslit í einvíginu urðu eftirfarandi: 1. sæti - Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 2. sæti - Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 3. sæti - Rúnar Arnórsson, GK 4. sæti - Björn Óskar Guðjónsson, GM 5. sæti - Ólafur Björn Loftsson, NK 6. sæti - Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 7. sæti - Kristján Þór Einarsson, GM 8. sæti - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 9. sæti - Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 10. sæti - Björgvin Sigurbergsson, GK Sigurvegarar á Einvíginu frá upphafi: 1997 Björgvin Þorsteinsson 1998 Ólöf María Jónsdóttir 1999 Vilhjálmur Ingibergsson 2000 Kristinn Árnason 2001 Björgvin Sigurbergsson 2002 Ólafur Már Sigurðsson 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir 2004 Magnús Lárusson 2005 Magnús Lárusson 2006 Magnús Lárusson 2007 Sigurpáll Geir Sveinsson 2008 Heiðar Davíð Bragason 2009 Björgvin Sigurbergsson 2010 Birgir Leifur Hafþórsson 2011 Nökkvi Gunnarsson 2012 Þórður Rafn Gissurarson 2013 Birgir Leifur Hafþórsson 2014 Kristján Þór Einarsson 2015 Aron Snær Júlíusson 2016 Oddur Óli Jónasson 2017 Kristján Þór Einarsson 2018 Ragnhildur Sigurðardóttir (grgolf.is)
8. ÁGÚST 2018 Íslandsmót golfklúbba verður leikið, eins og kunnugt er, dagana 10. – 12. ágúst næstkomandi. Keppni í karlaflokki mun fara fram hjá Golfklúbbnum Leyni, Akranesi en keppni í kvennaflokki verður leikin hjá Golfklúbbnum Keili, Hafnarfirði. Lið Golfklúbbs Reykjavíkur 2018 verða þannig skipuð: Karlalið. Andri Þór Björnsson Arnór Ingi Finnbjörnsson Haraldur Franklín Magnús Hákon Örn Magnússon Jóhannes Guðmundsson Sigurður Bjarki Blumenstein Stefán Þór Bogason Viktor Ingi Einarsson Stefán Már Stefánsson – Liðsstjóri Kvennalið. Ásdís Valtýsdóttir Eva Karen Björnsdóttir Gerður Hrönn Ragnarsdóttir Halla Björk Ragnarsdóttir Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Saga Traustadóttir Árni Páll Hansson – Liðsstjóri (grgolf.is)
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA 2018: KVENNASVEIT GR ÍSLANDSMEISTARI, KARLASVEIT HAFNAÐI Í 3. SÆTI
14. ÁGÚST 2018 Íslandsmót golfklúbba 2018 fór fram um liðna helgi, karlasveitir kepptu á Garðavelli, Akranesi en kvennasveitir áttust við á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði. Kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigraði Íslandsmeistaratitilinn og er það fjórða árið í röð sem sveitin fagnar sigri á Íslandsmóti. Í 1. deild karla fagnaði sveit Keilis Íslandsmeistaratitlinum en þeir höfðu betur gegn sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar 3/2, þetta er í fimmtánda sinn sem sveitir Keilis fagna sigri á Íslandsmóti. Karlasveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigraði GKG í leik um þriðja sætið. (grgolf.is)
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA 50 ÁRA OG ELDRI: SKIPUN LIÐA GR 2018
15. ÁGÚST 2018 Íslandsmót golfklúbba í flokki 50 ára og eldri fer fram um næstu helgi, Golfklúbbur Reykjavíkur sendir lið í keppnina bæði í karla- og kvennaflokki en klúbburinn leikur í 1. deild. Keppni í kvennaflokki fer fram hjá Goflklúbbi Akureyrar en karlarnir leika á suðurnesjunum hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Lið Golfklúbbs Reykjavíkur 2018 verða þannig skipuð: Lið GR kvenna: Auður Elísabet Jóhannsdóttir Ásgerður Sverrisdóttir Ásta Óskarsdóttir Guðrún Garðars Ingibjörg Ketilsdóttir Jóhanna Bárðardóttir Margrét Geirsdóttir Steinunn Sæmundsdóttir Liðsstjóri: Margrét Geirsdóttir Lið GR karla: Árni Páll Hansson Guðmundur Arason Sigurður Pétursson Guðjón Grétar Daníelsson Ellert Magnason Sigurður Hafsteinsson Hörður Sigurðsson Jón Haukur Guðlaugsson Liðsstjóri: Sigurjón Árni Ólafsson (grgolf.is)
SIMON EDWARDS HEIMSÆKIR GOLFKLÚBB REYKJAVÍKUR
17. ÁGÚST 2018 Í næstu viku, föstudaginn 24. ágúst, mun PGA þjálfarinn Simon Edwards bjóða upp á þjálfun í Básum fyrir félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur þar sem lögð verður áhersla á stuttaspilskennslu. Simon hefur gríðarlega reynslu og þekkingu í golfþjálfun og nýtur mikillar virðingar sem bæði þjálfari og leikmaður og býr meðal annars að eftirfarandi gráðum: Level Four Coach PGA Advanced Professional, European Seniors Tour Performance Coach European Tour Member PGA Cup Team member Simon er einnig yfirþjálfari hjá Windermere golfklúbbnum á Englandi og yfirþjálfari stutta spilsins á Cumbria svæðinu á Englandi sem telur fjölda golfklúbba. Sjálfur er hann frá Wales og á langan og farsælan feril að baki sem atvinnukylfingur og hefur tekið þátt í yfir 250 atvinnumannamótum þar sem helst má telja: The Open Championship 2010 á St Andrews & 2011 á Royal St Georges BMW Championship - Wentworth - 2002, 2006 & 2007. PGA Cup Team 2003, 2005 & 2011 De Vere Leeds Cup 2005 – Sigurvegari 2005 & 2006 PGA North Region order of merit – Sigurvegari Glenmuir Clup Professional Champion Það er sannur hvalreki fyrir Golfklúbb Reykjavíkur að fá svo reyndan golfkennara í heimsókn og kynna hann fyrir félagsmönnum. Bindur GR miklar vonir við að meðlimir muni nýta sér heimsókn hans hingað næsta föstudag þó stutt sé. Kennsla fyrir félagsmenn mun fara fram föstudaginn 24. ágúst eins og fyrr segir. Mæting er í afgeiðslu Bása. Hver kennslustund stendur yfir í 30 mín og kostar aðeins 5.000 kr. Kennsla verður í boði frá kl.8:00 til 12:00 og frá kl.13:00 til 19:30. (grgolf.is)
SVEIT GR VARÐ ÍSLANDSMEISTARI Í FLOKKI ELDRI KYLFINGA
20. ÁGÚST 2018 Golfklúbbur Reykjavíkur varð Íslandsmeistari golfklúbba í flokki eldri kylfinga, 50 ára og eldri, í 1. deild karla um helgina. Í 1.deild kvenna var það sveit Golfklúbbsins Keilis sem hreppti titilinn eftir úrslitaleik við okkar konur sem enduðu í öðru sæti. Keppni í karlaflokki fór fram í Grindavík og endaði GR í fyrsta sætinu eftir sigur í úrslitaleik gegn sveit Keilis. Sveit GR var skipuð þeim Árna Páli Hanssyni, Guðmundi Arasyni, Sigurðu Péturssyni, Guðjóni Grétari Daníelssyni, Ellert Magnasyni, Sigurði Hafsteinssyni, Herði Sigurðssyni og Jóni Hauk Guðlaugssyni. Leikurinn var jafn og spennandi þó að lokastaðan (4-1) hafi ekki alveg gefið rétta mynd af gangi mála. Golfklúbbur Öndverðarness endaði í þriðja sætinu eftir sigur gegn GKG og er það besti árangur GÖ frá upphafi í karlaflokki 50 ára og eldri. Konurnar áttust við á Akureyri þar sem GK sigraði í úrslitaleik við GR en GKG endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn sveit GA. Þetta er annað árið í röð sem GK verður Íslandsmeistari golfklúbba í flokki 50 ára og eldri kvenna. - grgolf
ÚRVAL ÚTSÝN - FREYJA ÖNUNDARDÓTTIR KRÝND SUMARMEISTARI GR KVENNA
24. ÁGÚST 2018 Sumarmótaröð GR kvenna 2018 lauk á miðvikudag með sigri Freyju Önundardóttur sem var krýnd Sumarmeistari GR kvenna. Freyja lauk þeim fjórum hringjum sem til þurfti á mótinu á samtals 151 punktum. Síðasti hringurinn í mótaröðinni fór fram á Korpunni og var Sjórinn/Áin leikin í blíðskaparveðri. Að móti loknu var efnt til verðlaunahófs á efri hæðinni í Korpu þar sem GR konur samglöddust þeim okkar sem sköruðu framúr í mótaröðinni í sumar og gæddu sér um leið á veitingum frá Hödda og co. Mjög mjótt var á munum og er óhætt að segja að gustað hafi um toppsætin í síðustu mótunum. Freyja átti góðan endasprett og skaust í efsta sætið á síðustu stundu. Næst henni kom Ásta Björk Styrmisdóttir sem líka átti frábæran lokahring, spilaði á 42 punktum og lauk mótinu á 150 punktum, aðeins einum punkti frá toppsætinu. Jafnar í 3.-5.sæti á 147 punktum voru þær Magdalena M Kjartansdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Dagný Erla Gunnarsdóttir. Verðlaun voru einnig veitt fyrir sigurvegara hvers mánaðar sem mótið varði og urðu mánaðarmeistarar þessar: Maímeistari 2018 er Dagný Erla Gunnarsdóttir (42 punktar, Sjórinn/Áin) Júnímeistari 2018 er Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir (41 punktar (22 s) í Grafarholtinu 27.júní) Júlímeistari 2018 er Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir (40 punktar, Sjórinn/Landið 25.júlí) Ágústmeistari 2018 er Magdalena M Kjartansdóttir (44 punktar, Sjórinn/Áin 22.ágúst) Mælingar voru að jafnaði á tveimur brautum í hverju móti og næstar holu í mótunum í sumar urðu: Korpan 30.maí 6 - Laufey Jörgensdóttir 0.90 13 - Þóra Helgadóttir 2.69 Grafarholt 13.júní 2 - Sandra Margrét Björgvinsdóttir 3.52 11 - Rakel Þorsteinsdóttir 2.68 Korpan 27.júní 13 - Guðrún Másdóttir 1.08 25 - Freyja Önundardóttir 7.68 Grafarholt 4.júlí 6 - Guðrún Gunnarsdóttir 2.13 17 - engin Korpan 25.júlí 6 - Marólína Erlendsdóttir 2.45 25 - Erna Thorsteinsdóttir 1.05 Grafarholt 8.ágúst 2 - Ruth Einarsdóttir 0.63 6 - Guðrún Óskarsdóttir 1.48 Korpan 22.ágúst 9 - Jóhanna Harpa Árnadóttir 0.94 13 - J.Hafdís Guðmundsdóttir 2.03 Það er ekki hægt að segja að sumarblíðan hafi leikið við kylfinga á suður og vesturhorni landsins undanfarna mánuði en það virðist ekki hafa skipt máli fyrir GR konur. Frábær þátttaka var í mótaröðinni, flott skor og snilldartilþrif mátti oft sjá á vellinum. Alls tóku um 170 kylfingar þátt í keppninni um Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna en að meðaltali mættu ríflega 90 konur í hvert mót. Mótið var punktakeppni og sjö hringir spilaðir og töldu fjórir bestu þeirra til vinnings. Fyrirkomulagið var líkt og á síðustu ár, konur skráðu sig í rástíma fyrir hvert mót frá morgni til kvölds eða á meðan birtan leyfði. Í ár var samstarf á meðal GR kvenna og Ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn þar sem ÚÚ lagði til ferðavinning til El Plantio á Spáni. Um er að ræða vikugolfferð, sérstaklega ætlaða GR konum, þar sem allt er innifalið, ótakmarkað golf, gisting, matur og drykkir að andvirði um 200.000 kr. Þá lagði ÚÚ einnig til vinninga til mánaðameistara okkar og svo var rúsína í pylsuendanum þegar dregið var úr skorkortum gjafabréf upp á 70.000 kr inneign í ferð til El Plantio. GR konur þakka Úrval Útsýn sérstaklega ánægjulegt samstarf. GR konur krýna tvo meistara á hverju ári. Púttmeistari GR kvenna 2018 er Lára Eymundsdóttir og nú í fimmta sinn er sumarmeistari GR kvenna krýndur, Freyja Önundardóttir. (grgolf.is)
HOLUKEPPNI GR: MERCEDES-BENZ BIKARINN - MARGRÉT RICHTER SIGRAÐI Í ÚRSLITALEIKNUM
28. SEPTEMBER 2018 Úrslitaleikur Mercedes-Benz bikarsins fór fram í gær, fimmtudaginn 27. september. Leikið var í ágætis haustveðri á Korpúlfsstaðavelli. Til úrslita léku þau Margrét Richter og Jón Kristján Ólason. Þetta var sjötta umferð keppninnar þannig að hvort um sig hafði slegið fimm keppinauta úr leik þegar kom að úrslitaleik. Greinilegt var að þessir keppendur komu fullir sjálfstraust til leiks og léku þau bæði gott golf, keppnin var jöfn og mjög spennandi og skiptust keppendur á um forystuna. Leik lauk á 17. holu en þá hafði Margrét unnið tveimur holum meira en Jón og aðeins ein hola eftir. (grgolf.is )
EIMSKIPSBIKARINN – LIÐAKEPPNI GR: ELÍTAN ER LIÐAMEISTARI 2018
2. OKTÓBER 2018 Í sumar fór Liðakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur fram þriðja árið í röð. Keppnin fór fyrst fram árið 2016 og var það lið Goldbond sem bar sigur úr býtum þá, árið var það svo lið Faxa sem hafði sigur. Úrslitaleikur 2018 fór fram á laugardag, 29. september og mættust þar Elítan og Fore A, þar sem Elítan hafði betur og er því liðameistari GR árið 2018. Keppnin hefur staðið í allt sumar og hófst með riðlakeppni, en þar fengu öll liðin að minnsta kosti þrjá leiki í keppninni. Það voru síðan 8 lið sem komust áfram úr riðlakeppninni í útsláttarkeppnina Í átta liða úrslitum léku Brassarnir, naloH2, Goldbond, Elítan, Fore B, Faxar, Fore A og Ásar. Í undanúrslitum léku naloH2 gegn Elítunni og félagarnir í Fore A og B mættust. (grgolf.is)
STÚLKNASVEIT GR MÆTT TIL LEIKS Á EM KLÚBBALIÐA Í BÚLGARÍU
2. október 2018 Ásdís Valtýsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir og Lovísa Ólafsdóttir héldu af stað til Búlgaríu í gær ásamt þjálfara, David Barnwell, til að keppa fyrir hönd Golfklúbbs Reykjavíkur á EM klúbbaliða sem fer fram dagana 4.-6. október. Keppnin fer fram á Pravets Golf club & resort sem er í 50 km fjarlægð frá Sofiu, höfuðborg landsins. Leiknir eru þrír hringir mótinu og er leikfyrirkomulag mótsins höggleikur. GR tryggði sér sæti í mótinu með sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar. Í úrslitaleiknum vann sveit GR Keiliskonur 3-2 þar sem úrslitin réðust á lokaholunum. (grgolf.is)