2017 (Fréttaannáll af grgolf.is)
Read MoreVALLARSTJÓRAR: HÓLMAR FREYR OG DARREN FARLEY
25. JANÚAR 2017 Eins og félagsmönnum er kunnugt lét Birkir Már Birgisson af störfum sem yfirvallarstjóri hjá klúbbnum á síðasta ári. Ekki var ráðist í það að ráða nýjan aðila í hans starf strax en nú hafa þeir Hólmar Freyr og Darren Farley, sem félagsmenn þekkja vel, tekið við sitthvorum vellinum sem vallarstjórar. Hólmar mun sinna vallarstjórn á Korpu og Darren mun vera vallarstjóri í Grafarholti. Hólmar Frey þekkja margir félagsmenn en hann hóf störf hjá klúbbnum fyrst árið 1998 og starfaði í sumarvinnu á vellinum til ársins 2004. Á þeim tíma kviknaði áhugi hans á grasvallafræðum og innviðum golfklúbba og hélt erlendis í nám í þeim fræðum. Hann lagði hann stund á nám í Stjórnun golfvalla við Elmwood College. Sumarið milli ára vann Hólmar á Gleneagles þar sem fór fram mót á evrópumótaröðinni ásamt G8 leiðtogafundinum. Eftir Elmwood College komst Hólmar í nám við Penn State háskólann í Pennsylvaníu sem hluta af Toro Education Program og sinnti meðal annars starfi annars Vallarstjóra á Stalker Lake GC í Minnesota. Í gegnum árin hefur Hólmar einnig verið liðsstjóri GR í mörgum sveitakeppnum og unnið sex Íslandsmeistaratitla. Darren Farley hóf störf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur árið 2014. Darren er breskur og hefur búið hér á landi frá upphafi ársins 2014. Darren er menntaður í golfvallarfræðum og hefur á sínum ferli sinnt vallarstjórn á 36 holu völlum í samtals 10 ár, hann hefur mikla reynslu af undirbúningi valla fyrir stórmót og aðra viðburði sem fram fara hjá golfklúbbum. Hans markmið hefur verið að sinna vallarstjórn hjá virtum klúbbi og teljum við okkur heppin að hafa slíkan reynslubolta með okkur í liði. Meðal þeirra golfklúbba sem Darren hefur unnið fyrir eru: Highwoods GC, Westerham GC, The Royal Automobile Club, Silvermere GC og Horton Park GC.
PÚTTMEISTARI GR KVENNA KRÝNDUR Í GÆR
22. MARS 2017 Feikilega skemmtilegri og spennandi púttmótaröð er nú lokið. Metþátttaka var á þessum vetri í mótaröð GR kvenna en rúmlega tvöhundruð konur skráðu sig til leiks í upphafi vetrar. Að meðaltali mættu um 150 konur á hverju púttkvöldi en púttað var vikulega á þriðjudögum í átta vikur og er það fjölgun um fjórðung frá því í fyrra. Tveir hringir voru spilaðir hvert kvöld þar sem betri hringur taldi og til púttmeistara töldu 4 bestu hringirnir. Svo fór að lokum að þrjár konur stóðu jafnar í fyrsta sæti á 110 höggum fyrir fjóra bestu hringina sína, þær Steinunn Sæmundsdóttir, Lovísa Sigurðardóttir og Kristín Hassing. Þeim var gert að fara í þriggja holu umspil til að ná fram niðurstöðu í mótinu. Spilaðar voru 3ja, 10. og 13. holan. Að umspilinu loknu voru þær stöllur enn jafnar og því fór keppnin í bráðabana. Fyrsta hola bráðabanans var fjórða holan á vellinum, fremur stutt braut og óljóst brot í henni og sló Steinunn fyrst, var aðeins of stutt og fór brautina á pari. Önnur í röðinni var Lovísa sem sló ákveðið og öruggt og strikaði boltann beint í holuna, einn undir. Og þá var komið að Kristínu, það mátti heyra saumnál detta, þvílík var spennan í Korpunni en bolti Kristínar vantaði örlítið upp á að ná í holuna, par var það og Lovísa stóð uppi sem sigurvegari í púttmótaröð GR kvenna. Lovísa Sigurðardóttir er Púttmeistari GR kvenna árið 2017. GR konur óska Lovísu Sigurðardóttur innilega til hamingju með frábæran árangur. Þessi vetrarsamvera okkar, kæru GR konur, er augljóslega komin til að vera enda þátttakan mikil og jöfn - og það er ekki ónýtt til þess að hugsa fyrir okkur að ein af þátttakendunum í kvöld, Herdís Sigurðardóttir, er komin á tíræðisaldur og spilar enn eins og unglamb. En það eru auðvitað forréttindi okkar hinna að fá að taka þátt í leiknum með svona kempu sem ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Við þökkum þátttökuna í púttmótaröðinni. Það styttist í vorið og við bíðum eflaust flestar spenntar eftir því að spretta út á græna grund og njóta golfs og samveru. Meðfygjandi er lokastaðan eftir 8 púttkvöld Framundan í starfinu eru árlegt fræðslu- og reglukvöld í lok apríl sem verður auglýst síðar. Vorferðin okkar verður farin laugardaginn 20.maí. Endilega takið þann dag frá. Þá förum við á vit ævintýranna og spilum golf í sveit. Líkt og í fyrra verður þetta vissuferð, við ætlum að eiga góða dagsstund saman á Hellu. Vorferðin hefur verið á meðal skemmtilegustu viðburða í starfi GR kvenna, eitthvað sem engin má missa af.
LOKASTAÐAN Í ECCO PÚTTMÓTARÖÐ KARLA 2017
10. APRÍL 2017 Pétur Geir Svavarsson er besti púttarinn skv. Ecco-púttmótaröðinni 2017. Hann sigraði Karl Ómar Jónsson með einu höggi, en Karl Ómar hafði haft forystuna eftir 9 umferðir en komst því miður ekki á lokakvöldið. Endasprettur Péturs Geirs var eftirtektarverður en hann var með besta skor þrjár síðustu umferðirnar og er því verðskuldaður sigurvegari. Í liðakeppninni var minni keppni og sigraði lið nr. 5 næsta örugglega eftir að hafa verið í forystu mestallan veturinn. Lið 5 skipa þeir bræður Ragnar Ólafsson og Kristinn Ólafsson ásamt þeim feðgum Guðmundi S. Guðmundssyni og Guðmundi Ó. Guðmundssyni. Óska ég sigurvegurunum til hamingju með árangurinn. Ég vil sérstaklega þakka þeim fjölmörgu félögum sem komu færandi hendi til mín með verðlaun. Framkvæmdirnar á Korpunni settu svip sinn á mótaröðina þetta árið og varð að fresta einni umferð vegna framkvæmdanna. Bera varð inn stóla og borð á hverjum fimmtudegi til þess að menn gætu sest niður og að hverri umferð lokinni varð að bera þessa sömu stóla og borð út úr salnum. Svona gekk þetta allan veturinn og er því engin furða að umsjónarmaður sé búinn í bakinu. Lokahófið var svo haldið uppi á púttvellinum sjálfum og sáu þátttakendur um að bera inn á völlinn stóla og borð og tæma hann svo aftur að hófi loknu. Takk kærlega fyrir þetta drengir. Það er ómetanlegt að eiga svona góða félaga. Ekki má gleyma hlut Atla Þórs Þorvaldssyni, excel-sérfræðingi, fyrir að halda utan um stöðuna af festu og öryggi. Lokahófið varð svo ekki eins fjölmennt og ég hafði búist við og er það eflaust mér að kenna, það var ekki sterkur leikur að framlengja mótaröðina um eina viku, hefði eflaust átt að halda mig við upphaflegt plan og ljúka henni 31. mars þar sem ég veit að margir stíluðu sínar utanlandsferðir við lok mótaraðarinnar. Biðst ég afsökunar á þessum mistökum.
GUÐMUNDUR OG RUT SIGURVEGARAR Í HJÓNA OG PARAKEPPNINNI 2017
18. JÚNÍ 2017 Hjóna og parakeppni GR fór fram í gær laugardaginn 17.júní á Korpunni. Þátttakan var ótrúlega góð enda skemmtilegt fyrirkomulag í mótinu. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins. Í verðlaun voru Ecco golfskór, Ecco golfpokar, GR merktur fatnaður og ostakörfur. Úrslitin voru eftirfarandi: 1.sæti – Guðmundur Bjarni Harðarson og Rut Hreinsdóttir 64 nettó 2.sæti – Halldór Grétar Gestsson og Hjördís Jóna Kjartansdóttir 65 nettó 3.sæti – Jón Karl Ólafsson og Vallfríður Möller 66 nettó Nándarverðlaun 13.braut – Ellert Magnason 2,19 m 17.braut - Ingunn Erla Ingvadóttir 33 cm 22.braut – Sigurveig Alfreðsdóttir 5,7 m 25.braut – Kristín Magnúsdóttir 4,72 m
MEISTARAMÓT - ÚRSLIT YNGRI FLOKKA
4. JÚLÍ 2017 Þriggja daga keppni í Meistaramóti GR 2017 er lokið og eru þeir flokkar sem sem hófu leik á sunnudag búnir að ljúka leik. Þeir flokkar sem léku í fyrri hluta mótsins voru barna- og unglingaflokkar, eldri kylfingar, 3.flokkur karla og kvenna, 4.flokkur karla og kvenna og að lokum 5. flokkur karla. Lokahóf og verðlaunaafhending barna og unglinga fór fram í golfskálanum í Grafarholti nú í kvöld þar sem veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Alls voru 29 ungmenni sem tóku þátt og mættu þátttakendur glaðir í bragði á verðlaunaafhendingu. Öll úrslit í mótinu er að finna á golf.is en úrslit 18 ára og yngri urðu þessi: 12 ára og yngri hnátur Perla Sól Sigurbrandsdóttir, 233 högg Helga Signý Pálsdóttir, 263 högg Pamela Ósk Hjaltadóttir, 292 högg 12 ára og yngri hnokkar Elías Ágúst Andrason, 224 högg Halldór Viðar Gunnarsson, 243 högg Fannar Grétarsson, 256 högg – sigraði í bráðabana gegn Sólon Blumenstein 13-14 ára telpur Nína Margrét Valtýsdóttir, 247 högg Brynja Valdís Ragnarsdóttir, 261 högg Katrín Lind Kristjánsdóttir, 271 högg 13-14 ára drengir Böðvar Bragi Pálsson, 204 högg Kjartan Sigurjón Kjartansson, 227 högg Bjarni Þór Lúðvíksson, 231 högg 15-16 ára stelpur Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, 238 högg Ásdís Valtýsdóttir, 249 högg Lovísa Ólafsdóttir, 278 högg 15-16 ára strákar Arnór Tjörvi Þórsson, 249 högg Oddur Stefánsson, 257 högg Jóel Kristjánsson, 282 högg
MEISTARAMÓT - HOLA Í HÖGGI Á 13. BRAUT
4. JÚLÍ 2017 Þorbjörn Guðjónsson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum og keppandi í karlaflokki 50+ á Meistaramóti GR fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi en hann lék 13. holuna, sem er 4. holan á Ánni, á einu höggi. Þetta er í fyrsta skipti sem Þorbjörn, sem er reynslumikill kylfingur með sex í forgjöf nær þessu draumahöggi allra kylfinga. Þorbjörn valdi járn númer níu á teig, en holan var í um það bil 120 metra fjarlægð frá teig, frekar aftarlega á flötinni og skorin vinstra megin. Að sögn Þorbjörns miðaði hann hægra megin við flaggstöng. Höggið heppnaðist vel, boltinn lenti á flöt og tók brot til vinstri. Þar sem flötin liggur hærra en teigurinn gat Þorbjörn ekki verið viss um að boltinn hefði endað í holunni, fyrr en hann kom að holunni. En ætla má að hjartslátturinn hafi verið í hraðara lagi hjá hjartalækninum á leiðinni á flötina.
8. JÚLÍ 2017 Meistaramóti GR 2017 er nú lokið og úrslit allra flokka orðin ljós. Klúbbmeistari GR 2017 í karlaflokki varð Guðmundur Ágúst Kristjánsson á 285 höggum, lék frábært golf alla dagana og endaði á einum undir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur klúbbmeistari í kvennaflokki, sigraði mótið enn eina ferðina og lauk leik á 308 höggum. Við óskum klúbbmeisturum GR 2017 innilega til hamingu með sigurinn. Nú tekur við verðlaunaafhending og lokahóf á Korpunni og er það okkar von að að gestir eigi eftir að skemmta sér vel fram eftir kvöldi. Við þökkum þátttakendum og félagsmönnum öllum fyrir frábæra meistaramótsviku!
FIMM ÍSLANDSMEISTARATITLAR TIL GR Á ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐINNI
16. JÚLÍ 2017 Íslandsmóti unglinga á Íslandsmótaröðinni lauk í kvöld á Garðavelli á Akranesi. Alls voru átta Íslandsmeistarar krýndir á mótinu en um 150 keppendur tóku þátt. Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur voru sigursælir og fékk GR alls fimm Íslandsmeistaratitla af alls átta sem voru í boði. Keppt var í fyrsta sinn í flokki 19-21 árs á Íslandsmótinu. Úrslit urðu eftirfarandi: 19-21 árs (hvítir teigar) 1. Jóhannes Guðmundsson, GR (80-71-69) 220 högg 2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (79-76-73) 228 högg 3. Vikar Jónasson, GK (83-71-74) 228 högg *Björn hafði betur í umspili um 2. sætið í þessum flokki. 19-21 ára (bláir teigar): 1. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS (84-84 -78) 246 högg 2. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (86-86-87) 259 högg 17-18 ára (hvítir teigar): 1. Ingvar Andri Magnússon, GR (78-76-72) 226 högg 2. Viktor Ingi Einarsson, GR (82-70-76) 228 högg 3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (74-79-76) 229 högg 17-18 ára (bláir teigar): 1. Ólöf María Einarsdóttir, GM (86-80-79) 245 högg 2. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, GR (97-82-86) 265 högg 3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (97-91-84) 272 högg 15 -16 ára (bláir teigar): 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (94-83-82) 259 högg 2. María Björk Pálsdóttir, GKG (92-89-84) 265 högg 3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (91-88-87) 266 högg 15 -16 ára (hvítir teigar): 1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (79-73-78) 230 högg 2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (81-75-74) 230 högg *Dagbjartur sigraði eftir þriggja holu umspil (1., 2. og 9. braut voru leiknar). 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (81-76-76) 233 högg 14 og yngri (rauðir teigar): 1. Eva María Gestsdóttir, GKG (88-84-79) 251 högg 2. Guðrún J. Nolan Þorsteinsdóttir, GL (98-82-81) 261 högg 3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir , GR (91-91-83) 265 högg 14 og yngri (bláir teigar): 1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (80-76-68) 224 högg 2. Dagur Fannar Ólafsson, GKG (83-75-74) 232 högg 3. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG (83-78-76) 237 högg
ÍSLANDSMÓT ELDRI KYLFINGA 2017 Á JAÐARSVELLI – ÚRSLIT
19. JÚLÍ 2017 Íslandsmót eldri kylfinga 2017 fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri þar sem tæplega 140 kylfingar tóku þátt. Aðstæður voru prýðilegar á góðum keppnisvelli og báru GR-ingarnir Rúnar Svanholt og Margrét Geirsdóttir sigur úr býtum í sínum flokkum auk þess sem Steinunn Sæmundsdóttir varð í öðru sæti í sínum flokki. Önnur úrslit urðu eftirfarandi. Verðlaunahafar 65+ Karlar með forgjöf +65 1. Einar Magnússon , GS 213 högg 2. Tryggvi Þór Tryggvason, GK 219 högg 3. Þorsteinn Geirharðsson, GS 219 högg Karlar án forgjafar +65 1. Rúnar Svanholt , GR (78-84-80) 242 högg 2. Tryggvi Þór Tryggvason, GK (82-85-79) 246 högg 3. Þorsteinn Geirharðsson, GS (79-82-85) 246 högg *Tryggvi varð annar eftir bráðabana Konur með forgjöf +65 1. Margrét Geirsdóttir, GR 223 högg 2. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK 241 högg 3. Krístin H. Pálsdóttir, GK 245 högg Konur án forgjafar +65 1. Margrét Geirsdóttir, GR 259 högg 2. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK 268 högg 3. Kristín H Pálsdóttir, GK 302 högg Verðlaunahafar +50 Konur með forgjöf +50 1. Kristín Sigurbergsdóttir, GK 215 högg 2. Steinunn Sæmundsdóttir, GR 216 (betri seinni 9 á lokadegi) 3. María Málfríður Guðnadóttir, GKG 216 högg Konur án forgjafar +50 1. Þórdís Geirsdóttir, GK (77-75-76) 228 högg 2. Steinunn Sæmundsdóttir, GR (78-77-76) 231 högg 3. Maria Málfríður Guðnadóttir, GKG (75-80-82) 237 högg Karlar +50 með forgjöf 1. Jón Gunnar Traustason GA, 206 högg *(betri á síðustu 9 á lokahring) 2. Axel Þórir Alfreðsson GK, 206 högg 3. Gestur Halldórsson Golfklúbbi Hornafjarðar, 206 högg Höggleikur án fgj. 1. Jón Gunnar Traustason, GA (75-72-71) 218 högg 2. Frans Páll Sigurðsson GK (73-77-72) 222 högg *Frans varð annar eftir bráðabana 3. Björgvin Þorsteinsson, GA (75-73-74) 222 högg
FYRSTA ÍSLANDSMÓT 12 ÁRA OG YNGRI HEPPNAÐIST VEL
27. JÚLÍ 2017 Fyrsta Íslandsmóti golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri fór fram í vikunni. Leiknar voru fimm umferðir á þremur dögum, eða 5 sinnum 9 holur hver umferð. Leikið var eftir tveggja manna Texas scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA krakkagolfsins, en hver 9 holu leikur samanstóð þremur þriggja holna leikjum og söfnuðu því liðin vinningum og flöggum (stigum). Alls tóku 10 sveitir þátt og skiptist það í deildir eftir forgjöf, þ.e. Hvíta deildin sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og Gula deildin. Mótið heppnaðist mjög vel og skemmtu krakkar og aðstandendur sér mjög vel þessa þrjá daga sem mótið fór fram. Leikið var fyrsta daginn hjá GM í Bakkakoti, annan daginn hjá GR á Korpunni og lokadagurinn hjá GKG í Mýrinni. Krakkarnir komu einstaklega vel fram og voru til algerrar fyrirmyndar á vellinum. Okkar krakkar stóðu sig vel, sveit GR endaði í 2. sæti í Hvítu deildinni og óskum við þeim innilega til hamingju með það. Önnur úrslit urðu eftirfarandi: Hvíta deildin GKG-1 – Guðmundur Snær Elíasson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Logi Traustason, Magnús Ingi Hlynsson, Magnús Skúli Magnússon, Styrmir Snær Kristjansson. GR-1 – Berglind Ósk Geirsdóttir, Elías Ágúst Andrason, Helga Signý Pálsdóttir, Nói Árnason, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Sólon Blumenstein. GM-2 – Ásþór Sigur Ragnarsson, Eyþor Björn Emilsson, Gunnar Maack, Hrólfur Örn Viðarsson, Markús Ingvarsson. Gula deildin GM-1 – Berglind Erla Baldursdottir, Dagbjört Erla Baldursdottir, Eva Kristinsdottir, Heiða Rakel Rafnsdóttir, María Rut Gunnlaugsdóttir, Sara Kristinsdóttir. GS-2 – Almar Örn, Arngrímur Egill, Snorri Rafn, Ylfa Vár GKG-2 – Arnar Daði Jónasson, Bjarki Bergmann, Elísabet Sunna Scheving, Helga Grímsdóttir, Rakel Eva Kristmannsdóttir, Veigar Már Brynjarsson
VALLARMET Á GRAFARHOLTSVELLI – ÚRSLIT ÚR OPNA AMERICAN EXPRESS
29. JÚLÍ 2017 EXPRESS MÓTINU Opna American Express mótið var leikið í veðurblíðunni á Grafarholtsvelli í dag og ljóst að sólin hefur haft áhrif á einhver skor keppenda en vallarmet var slegið af gulum teigum þegar Oddur Óli Jónasson lék hringinn á 62 höggum eða 9 höggum undir pari og sigraði þar með keppni í höggleik. Þátttaka í mótinu var með eindæmum góð en tæplega 200 kylfingar mættu til leiks enda um punktakeppni og höggleik að ræða og til mikils að vinna. Úrslitin úr mótinu urðu eftirfarandi: Höggleikur: Oddur Óli Jónasson, 62 högg Arnór Ingi Finnbjörnsson, 68 högg Haraldur Þórðarson, 69 högg Punktakeppni: Daníel Örn Atlason, 45 punktar Daði Granz, 44 punktar Helgi Örn Viggósson, 43 punktar Bryndís Helga Hannesdóttir, 42 punktar Gunnar Ingi Björnsson, 41 punktar Nándarverðlaun: 2. braut – Hildur Harðardóttir, 130 cm 6. braut – Anna G. Ásgrímsdóttir, 0,81 cm 11. braut – Dagur Jónasson, 257 cm 17. braut – Úlfar Jónsson, 337 cm Lengsta teighögg á 3. braut – Óðinn Schiöth, 3,40m Næstur holu í öðru höggi á 18. braut – Oddur Óli Jónasson, 3,57m
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA – LIÐ GOLFKLÚBBS REYKJAVÍKUR 2017
2. ÁGÚST 2017 Íslandsmót golfklúbba verður leikið, eins og kunnugt er, dagana 11. – 13. ágúst næstkomandi. Keppni í karlaflokki mun fara fram í Kiðjabergi en keppni í kvennaflokki verður leikin hjá Golfklúbbnum Leyni, Akranesi. Lið Golfklúbbs Reykjavíkur 2017 verða þannig skipuð: Karlar Andri Þór Björnsson Dagbjartur Sigurbrandsson Guðmundur Ágúst Kristjánsson Hákon Örn Magnússon Ingvar Andri Magnússon Jóhannes Guðmundsson Stefán Már Stefánsson Viktor Ingi Einarsson Haraldur Heimisson – liðsstjóri Konur Ásdís Valtýsdóttir Berglind Björnsdóttir Eva Karen Björnsdóttir Halla Björk Ragnarsdóttir Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Það verður spennandi að fylgjast með keppni hjá okkar fólki um þarnæstu helgi.
SUMARMÓTARÖÐ GR KVENNA - HÓLMFRÍÐUR M. BRAGADÓTTIR SIGRAÐI MÓTARÖÐINA 2017
11. ÁGÚST 2017 Sumarmótaröð GR kvenna 2017 er lokið með sigri Hólmfríðar M Bragadóttur en hún lauk þeim fjórum hringjum sem til þurfti á mótinu á samtals 150 punktum. Mjög mjótt var á munum og voru tvær jafnar í fyrsta sæti en til að fá fram úrslit var horft til frammistöðu á lokamótinu og lyktuðu leikar þannig að Hólmfríður bar sigurorð af Hafdísi Engilbertsdóttur með 2 fleiri punktum á seinni 9 holunum. Helga Friðriksdóttir hafnaði í þriðja sæti á 149 punktum. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir sigurvegara hvers mánaðar sem mótið varði; Maímeistari 2017 er Bára Ægisdóttir (40 punktar í Korpunni 31.maí) Júnímeistari 2017 er Anna Karen Hauksdóttir (44 punktar í Grafarholtinu 14.júní) Júlímeistari 2017 er Ísey Hrönn (42 punktar í Grafarholtinu 12.júlí) Ágústmeistari 2017 er Elínborg Sigurðardóttir (38 punktar í Grafarholtinu 9.ágúst) Mælingar voru að jafnaði á tveimur brautum í hverju móti og næstar holu í mótunum í sumar voru: Korpan 31.maí - Sjórinn/Áin 6.braut Bjarndís - 1.71 13.braut Hrafnhildur Óskarsdóttir 1.44 Grafarholt 14.júní 2.braut Hall Björk Ragnarsdóttir og Jóhanna Bárðardóttir 3.90 11.braut Jóhanna Bárðardóttir 1.72 Korpan 28.júní - gleymdist að setja út mælitæki og því voru mælingar á 4 brautum í næsta móti. Grafarholt 12.júlí 2. braut Steinunn Braga 6.02 6.braut Rut Hreinsdóttir 7.17 11.braut Signý Marta 2.59 17.braut Jóhanna Bárðardóttir 7.52 Korpan 26.júlí - Sjórinn/Landið 9.braut Ísey Hrönn 3.52 25 braut Guðrún Eiríksdóttir 3.97 Grafarholt 9.ágúst 6.braut Halla Björk Ragnarsdóttir 4.12 11.braut Guðrún Másdóttir 2.25 Alls tóku ríflega 160 kylfingar þátt í keppninni um Sumarmeistara GR kvenna en að meðaltali um 110 konur í hverju móti. Mótið var punktakeppni og sex hringir spilaðir og töldu fjórir bestu þeirra til vinnings. Fyrirkomulagið var líkt og á síðustu árum, konur skráðu sig í hvert mót frá morgni til kvölds eða á meðan birtan leyfði. GR konur krýna tvo meistara á hverju ári. Púttmeistari GR kvenna 2017 er Lovísa Sigurðardóttir og nú í fjórða sinn er Sumarmeistari GR kvenna krýndur, Hólmfríður M. Bragadóttir. GR konur óska nýkrýndum Sumarmeistara GR kvenna 2017 og öðrum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn. Næsti viðburður á meðal GR kvenna er Haustmótið eða uppskeruhátíðin okkar en það mót fer fram í Grafarholti sunnudaginn 10.september nk. Skráning fer fram á golf.is og verður auglýst nánar síðar.
GR ÍSLANDSMEISTARI KVENNA 2017
14. ÁGÚST 2017 Íslandsmót golfklúbba fór fram um helgina, mótið hófst á föstudag og var lokahringur leikinn í gær. Kvennasveit GR fagnaði sigri í 1. deild kvenna og í 1. deild karla voru það GKG sem báru sigurinn heim, karlasveit GR endaði í öðru sæti í mótinu. Við erum gríðarlega stolt af árangri okkar fólks um helgina og óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn! Önnur úrslit úr móti helgarinnar er að finna á golf.is
VALLARMET AF BLÁUM TEIGUM Á KORPÚLFSSTÖÐUM - SJÓRINN/ÁIN
17. ÁGÚST 2017 Á þriðjudag var leikin 10. umferð í Icelandair Cargo – mótaröð barna og unglinga en sú mótaröð er haldin fyrir þá sem æfa hjá klúbbnum og hefur verið leikin alla þriðjudaga í sumar. Sjórinn/Áin var sá hluti vallar sem leikinn var á þriðjudag og gerði Böðvar Bragi Pálsson sér lítið fyrir og setti vallarmet af bláum teigum en hann lék hringinn á 66 höggum, sem er 6 höggum undir pari vallar. Til fróðleiks má geta þess að Böðvar átti sex fugla, einn örn og tvo skolla á hringnum.
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA - LIÐSSKIPAN ELDRI KYLFINGA GR 2017
17. ÁGÚST 2017 Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga verður leikið um helgina, dagana 18. – 20. ágúst. Kvennasveitir munu leika í Vestmannaeyjum þetta árið en karlasveitir í Öndverðarnesinu. Lið Golfklúbbs Reykjavíkur 2017 verða þannig skipuð: Kvennasveit Ásgerður Sverrisdóttir Ásta Óskarsdóttir Guðrún Garðars Helga Friðriksdóttir Ingibjörg Ketilsdóttir Jóhanna Bárðardóttir Stefanía M. Jónsdóttir Steinunn Sæmundsdóttir Liðsstjóri: Margrét Geirsdóttir Karlasveit Brynjar Harðarson Einar Long Guðjón Grétar Daníelsson Guðmundur Arason Hannes Eyvindsson Hörður Sigurðsson Sigurður Hafsteinsson Sigurður Pétursson Liðsstjóri: Sigurjón Árni Ólafsson
STÚLKNASVEIT GR ÍSLANDSMEISTARAR Í FLOKKI 15 ÁRA OG YNGRI
22. ÁGÚST 2017 Íslandsmót golfklúbba yngri kylfinga fór fram um helgina og stóðu sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur sig einstaklega vel á mótum helgarinnar. Í flokki 15 ára og yngri stúlkna tryggði A-sveit GR sér Íslandsmeistaratitilinn og B-sveitin hafnaði í þriðja sæti eftir bráðabana. Í drengjaflokki 15 ára og yngri endaði A-sveit GR í öðru sæti eftir spennandi úrslitaleik við A-sveit GKG sem tryggði sér sigurinn þetta árið. Í flokki 18 ára og yngri hafnaði A-sveit GR í öðru sæti eftir æsispennandi úrslitaleik við sveit GM.
ÓLAFÍA ÞÓRUNN NÁÐI SÍNUM BESTA ÁRANGRI UM HELGINA Á LPGA
10. SEPTEMBER 2017 Ólafía Þórunn náði sínum besta árangri á LPGA mótaröðinni þegar hún lék á Indy Women in Tech Championship mótinu í Indianapolis. Mótinu lauk í gær og lék Ólafía hringina þrjá á samtals -13 og endaði í fjórða sæti. Ólafía fékk örn á lokaholu dagsins í dag og lék á 68 höggum en hún lék hringina þrjá á 67-68-68. Lexi Thompson frá Bandaríkjunum stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á -19, Lydia Ko frá Nýja Sjálandi endaði í öðru sæti á -15 og Minjee Lee, einnig frá Nýja Sjálandi, varð þriðja á -14. Lokastöðu í móti helgarinnar má sjá hér Í næstu viku fer fram fimmta og síðasta risamót ársins, Evian meistaramótið í Frakklandi, og er Ólafía á meðal keppenda þar. Það verður þriðja risamótið á þessu ári sem hún leikur á. Í haust tekur síðan við keppnistörn á LPGA þar sem keppt er í Eyjaálfu og Asíu. Ekki er enn ljóst á hve mörgum mótum Ólafía fær að keppa á í þeirri törn.
HAUSTMEISTARI GR KVENNA 2017 - ÚRSLIT
11. SEPTEMBER 2017 Það viðraði bara nokkuð vel á GR konur á Cintamani haustmótinu sem fram fór í Grafarholtinu í mildu haustveðri og voru 128 konur skráðar til leiks sem er metþátttaka hjá GR konum í móti sem þessu. Haustmótið er lokapunkturinn í sumarstarfi GR kvenna ár hvert en mótið var að þessu sinni í boði Cintamani sem selur vandaðan útivistarfatnað sem nýtist jafn vel í golfíþróttina sem aðra útivist. Fyrirtækið útvegaði vinninga í öll verðlaunasæti mótsins. Að móti loknu komu konur saman í veitingasal golfskálans og gæddu sér á ljúffengri súpu og áttu góða stund saman. Mótið er punktakeppni með hámarksforgjöf 36 þar sem veitt eru verðlaun fyrir 1. - 5 sæti en einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik. Mælingar voru á öllum par 3 brautum vallarins og verðlaun veitt fyrir lengsta teighögg á 3.braut. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: Berglind Þórhallsdóttir, 41 punktur (6 p á síðustu 2) Hulda Sigurborg, 41 punktar (5 p á síðustu 2) Álfheiður Einarsdóttir, 41 punktur Björk Unnarsdóttir, 40 punktar Sólrún Ólína Sigurðardóttir, 39 punktar Haustmeistari GR kvenna 2017 er Berglind Þórhallsdóttir, 41 punktur Besta skor á Haustmóti GR kvenna 2017 á Helga Friðriksdóttir, 79 högg. Lengsta teighögg á 3.braut Guðrún Másdóttir Næstar holu(mæling á flöt) : 2.braut Herdís Sveinsdóttir, 3,47 6.braut Hanna Sveinrún, 2,08 11.braut Guðný Eysteinsdóttir, 2,24 17.braut Berglind Þórhallsdóttir, 4,86 Önnur úrslit má finna á golf.is
EIMSKIPSMÓTARÖÐIN: PATREKUR OG SAGA Í VERÐLAUNASÆTUM Á BOSE MÓTINU
12. SEPTEMBER 2017 Fyrsta mótið á nýrri Eimskipsmótaröð, Bose mótið, var leikið á Jaðarsvelli fyrstu helgina í september. Það voru þau Aron Snær úr GKG og Guðrún Brá úr GK sem stóðu uppi sem sigurvegarar í mótinu og setti Aron Snær jafnframt nýtt vallarmet á vellinum en hann lék á 64 höggum eða -7. GR-ingarnir Patrekur Nordquist Ragnarsson og Saga Traustadóttir enduðu bæði í verðlaunasætum í mótinu, Patrekur varð í öðru sæti og lék hringinn á +6 en Saga í þriðja sæti á +9 – flottur árangur hjá okkar fólki og verður gaman að fylgjast með framhaldi Eimskipsmótaraðarinnar á komandi tímabili. Önnur úrslit úr mótinu urðu þessi: 1. Aron Snær Júlíusson GKG (70-69-64) 203 högg -10 2.-6. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (75-70-74) 219 högg +6 2.-6. Hlynur Bergsson, GKG (75-73-71) 219 högg +6 2.-6. Andri Már Óskarsson, GHR (71-74-74) 219 högg +6 2.-6. Björgvin Sigurbergsson, GK (74-71-74) 219 högg +6 2.-6. Kristján Benedikt Sveinsson GA 2 F 35 37 72 1 72 75 72 219 6 7.-8. Tumi Hrafn Kúld, GA (73-73-74) 220 högg +7 7.-8. Kristján Þór Einarsson, GM (74-74-72) 220 högg +7
HOLUKEPPNI GR 2017 – MERCEDES-BENZ BIKARINN: BÖÐVAR BRAGI PÁLSSON STÓÐ UPPI SEM SIGURVEGARI
19. SEPTEMBER 2017 Golfklúbbur Reykjavíkur bauð upp á nýjung í vor fyrir félagsmenn þegar Holukeppni GR var endurvakin. Langt er um liðið síðan holukeppni hefur verið í boði fyrir félgsmenn og var nú keppt með nýju sniði. Styrktaraðili keppninnar var Bílaumboðið Askja og hlaut keppnin nafnið Mercedes-Benz bikarinn. Keppni hófst með forkeppni um miðjan maí og lauk með úrslitaleik um miðjan september og má því segja að keppt hafi verið í allt sumar. Forkeppnin, sem var punktakeppni með forgjöf, stóð í viku og máttu þátttakendur leika fleiri en einn hring ef þeir kusu svo. Það voru síðan 128 punktahæstu keppendurnir úr forkeppninni sem komust áfram í holukeppnina. Holukeppnin var leikin með fullri forgjöf, þannig að keppandinn með hærri leikforgjöf nýtti mismuninn á leikforgjöf á erfiðustu holum vallarins. Þeir sem léku til úrslita léku 7 leiki og alls voru leiknir 127 holukeppnisleikir í keppninni, til úrslita léku Hjörtur Ingþórsson og Böðvar Bragi Pálsson. Eftir æsispennandi og vel leikinn úrslitaleik, sem fram fór á Korpúlfsstaðarvelli, fóru leikar svo að Böðvar tryggði sér sigur á 18. holu. Sá hluti vallarins sem leikinn var í lokaviðureigninni var Landið-Áin. Mercedes-Benz bikarinn hefur hlotið afar góðar undirtektir félagsmanna og hafa keppendur látið vel af fyrirkomulaginu. Búast má við því að mikill fjöldi félagsmanna muni taka þátt í forkeppninni á næsta ári, en ljóst er orðið að þessi keppni er komin til að vera. Golfklúbbur Reykjavíkur og Bílaumboðið Askja þakkar þeim fjölmörgu keppendum sem tóku þátt í Mercedes-Benz bikarnum á tímabilinu sem er að líða og óskar Böðvari Braga, sigurvegara keppnarinnar, innilega til hamingu með árangurinn. Mynd: f.v. Atli Þorvaldsson mótsstjóri, Arna Rut Hjartardóttir markaðsfulltrúi Öskju, Böðvar Bragi Pálsson sigurvegari, Hjörtur Ingþórsson sá aðili sem lenti í öðru sæti og Ómar Örn Friðriksson framkvæmdastjóri GR.
UPPSKERUHÁTÍÐ BARNA OG UNGLINGA VAR HALDIN Í GRAFARHOLTI Í SÍÐUSTU VIKU
26. SEPTEMBER 2017 Þriðjudaginn 19. september var uppskeruhátíð barna og unglinga haldin í Grafarholti. Það voru vel yfir 100 manns sem mættu í pizzuveislu með öllu tilheyrandi, börn ásamt foreldrum sínum. Mikil gróska hefur verið í barna- og unglingastarfi klúbbsins að undanförnu og voru iðkendur í ár alls 192 talsins. Á uppskeruhátíðinni var sumarið gert upp og veitt voru verðlaun fyrir árangur á Icelandair Cargo mótaröðinni sem leikin er alla þriðjudaga yfir sumartímann. Þátttaka í mótaröðinni gefur krökkunum frábært tækifæri til að lækka forgjöf og koma sér í keppnisform og þökkum við Icelandair Cargo kærlega fyrir þeirra stuðning. Viðurkenningar voru einnig veittar fyrir einstaka afrek og árangur á árinu og má sjá yfirlit yfir úrslit og viðurkenningar hér fyrir neðan. Verðlaunaafhending 2017 Icelandair Cargo mótaröðin 30.5 + stúlkur 1. Helga Signý Pálsdóttir 2. Pamela Ósk Hjaltadóttir 3. Berglind Ósk Geirsdóttir 30.5 + strákar 1. Mikael Torfi Harðarson 2. Hjalti Kristján Hjaltason 3. Nói Árnason 14 ára og yngri stelpur 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir 2. Brynja Valdís Ragnarsdóttir 3. Auður Sigmundsdóttir 14 ára og yngri strákar 1. Elías Ágúst Andrason 2. Sólon Blumenstein 3. Böðvar Bragi Pálsson 15 – 16 ára stelpur 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 2. Lovísa Ólafsdóttir 3. Ásdís Valtýsdóttir 15 - 16 drengir 1. Bjarni Freyr Valgeirsson 2. Egill Orri Valgeirsson 3. Sigurður Bjarki Blumenstein 17 - 18 ára piltar 1. Viktor Ingi Einarsson 2. Elvar Már Kristinsson 3. Sigurður Már Þórhallsson Stigameistari GR og Icelandair Cargo 2017 Perla Sól Sigurbrandsdóttir – 8700 stig Aukaverðlaun/viðurkenningar Flestir punktar í Icelandair Cargo móti 18 holu flokkar Ari Gestur Guðmundsson – 44 punktar Mót 9. Auður Sigmundsdóttir – 45 punktar Mót 1. 9 holu flokkur Hjalti Kristján Hjaltason – 24 punktar Mót 8. Helga Signý Pálsdóttir – 27 punktar Mót 1. Vallarmet Korpa - Sjórin/Áin , 8.ágúst 2017, Böðvar Bragi Pálsson - 66 högg Forgjafarlækkun 2017 Jens Sigurðarson 54.0 – 18.5 = 35,5 í lækkun Berglind Ósk Geirsdóttir 54.0 – 43.0 = 11,0 í lækkun Viðurkenningar fyrir árangur á GSÍ mótaröðum Einstakur árangur í mótum á vegum GSÍ Íslandsmeistarar í höggleik og stigameistarar Ingvar Andri Magnússon Dagbjartur Sigurbrandsson Böðvar Bragi Pálsson Jóhannes Guðmundsson Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Íslandsmeistarar í holukeppni Sigurður Már Þórhallsson Dagbjartur Sigurbrandsson Íslandsmeistarar í sveitakeppni unglinga 15 ára og yngri stelpna Ásdís Valtýsdóttir Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Nína Margrét Valtýsdóttir Lovísa Ólafsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Mynd: Gunnar Már Sigurfinnsson frá Icelandari Cargo, Perla Sól Sigurbrandsdóttir stigameistari og Snorri Páll Ólafsson golfkennari.
BLÍÐAN LÉK VIÐ ÞÁTTTAKENDUR Í BÆNDAGLÍMU
2. OKTÓBER 2017 Bændaglíma GR 2017 var leikin á Grafarholtsvelli á laugardag og lék blíðan heldur betur við þátttakendur. Fullt var í mótið og var stemmningin góð frá upphafi til enda, gaman var að sjá hvað margir tóku þátt í þema dagsins sem var „Villta vestrið“. Það mátti sjá kylfinga með kúrekahatta og tóbaksklúta um víðan völl en eitt holl stóð þó upp úr hvað metnað í búningana varðar og voru þau verðlaunuð fyrir þann metnað. Efstu þrjú liðin eftir daginn léku hringinn öll á 61 höggi en það var sigurliðið var skipað þeim Halldóri Þ. Oddssyni, Jónasi Gunnarssyni, Guðmundi B. Harðarsyni og Rut Hreinsdóttir sem voru á 56 nettó. Liðið átti stórskemmtilegan leik og spiluðu 11 fugla þar af 7 á fyrri 9 og ekki munaði miklu að einn liðsmaðurinn færi holu í höggi á 6. brautinni. Liðið í öðru sæti kláraði hringinn á 57 nettó og að lokum var það þriðja sætið sem lauk leik á 58 nettó.
EVRÓPUMÓT GOLFKLÚBBA HEFST Í SLÓVAKÍU Á MORGUN
4. OKTÓBER 2017 Á morgun hefst Evrópumót golfklúbba í Slóvakíu, með sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar tryggð kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur sér keppnisrétt á mótinu. Þær Halla Björk Ragnarsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Berglind Björnsdóttir eru mættar til Slóvakíu ásamt Inga Rúnari Gíslasyni, liðsstjóra. Mótið fer fram á Welten vellinum í Bac og verða leiknir þrír hringir – Berglind á rástíma á morgun kl. 08:30, Halla kl. 09:00 og Jóhanna kl. 09:30.